Snjallforrit virðist uppspretta símaats um stolið rafmagn Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2021 07:00 Skjáskot úr snjallforritinu sem virðist sérhannað fyrir símaat. Skjáskot Svo virðist sem að símhringingar þar sem fólk er sakað um að stela rafmagni frá nágrönnum megi rekja til snjallforrits sem býður notendum að kaupa upptökur af símaati. Orkuveita Reykjavíkur sá ástæðu til að senda frá sér tilkynningu vegna símtalanna í gær. Einhverjir hafa haft samband við Orkuveitu Reykjavíkur vegna símtala sem þeir hafa fengið þar sem þeir eru sakaðir um að stela rafmagni. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér kom fram að um at virðist vera að ræða þar sem fólk sé hvorki beðið um persónuupplýsingar, kortanúmer eða annað slíkt. Lýsingin á símtölunum virðist stemma við snjallforrit sem býður notendum upp á að kaupa upptökur sem síðan er hægt að senda á símanúmer. Móttakandinn fær þá símtal úr símanúmeri sem hann þekkir ekki og upptakan spilast. Á vefsíðu forritsins segir að notandinn fái síðan senda upptöku af viðbrögðum þess sem fær hana senda. Þegar hringt er í númerið sem birtist þeim sem lenda í símaatinu segir aðeins að símanúmerið hafi ekki verið rétt valið. Nokkrar upptökur á íslensku virðast vera í boði á íslensku, þar á meðal ein um „rafmagnsleysi“. „Við hringjum í vin þinn eða vinkonu frá rafmagnsveitunni og segjumst ætla að loka á rafmagnið af því að han sé búinn að tengja sig viinn á rafmagnið hjá nágrannanum. TIl að sleppa við þetta, verður vinur þinn eða vinkona að borga!“ segir í lýsingu á upptökunni sem er sögð fyrir alla aldurshópa. Aðrar upptökur virðast svæsnir. Þannig er ein ætluð fyrir karlkyns vini sendandans þar sem móttakandinn er krafinn svara á hvers vegna hann sé að hringja í kærustu þess sem hringir. „Við hringjum í vin þinn eða vinkonu og spyrjum af hverju það eru að berast svona hrikalega hávær kynlífshljóð frá íbúðinni þeirra. Það er eins og að Tarzan búi þarna!“ segir í lýsingu á upptökunni „Læti frá íbúðinni“. Skjáskot sem sýnir upptökur á íslensku í snjallforritinu.Skjáskot Lögreglan á Norðurlandi eystra varaði við svikasímtölum þar sem logið er upp á fólk sökum um að það hafi lent í óhappi. Í færslu á Facebook-síðu embættisins kom fram að það hefði fengið tilkynningar um slík símtöl og að grunur leiki á að smáforrit sé notað í hrekk. Það virðist stemma við lýsingu á upptöku í snjallforritinu þar sem móttakandinn er krafinn um greiðslu fyrir að hafa ekið á bíl. Fréttin hefur verið uppfærð. Netglæpir Orkumál Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Sjá meira
Einhverjir hafa haft samband við Orkuveitu Reykjavíkur vegna símtala sem þeir hafa fengið þar sem þeir eru sakaðir um að stela rafmagni. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér kom fram að um at virðist vera að ræða þar sem fólk sé hvorki beðið um persónuupplýsingar, kortanúmer eða annað slíkt. Lýsingin á símtölunum virðist stemma við snjallforrit sem býður notendum upp á að kaupa upptökur sem síðan er hægt að senda á símanúmer. Móttakandinn fær þá símtal úr símanúmeri sem hann þekkir ekki og upptakan spilast. Á vefsíðu forritsins segir að notandinn fái síðan senda upptöku af viðbrögðum þess sem fær hana senda. Þegar hringt er í númerið sem birtist þeim sem lenda í símaatinu segir aðeins að símanúmerið hafi ekki verið rétt valið. Nokkrar upptökur á íslensku virðast vera í boði á íslensku, þar á meðal ein um „rafmagnsleysi“. „Við hringjum í vin þinn eða vinkonu frá rafmagnsveitunni og segjumst ætla að loka á rafmagnið af því að han sé búinn að tengja sig viinn á rafmagnið hjá nágrannanum. TIl að sleppa við þetta, verður vinur þinn eða vinkona að borga!“ segir í lýsingu á upptökunni sem er sögð fyrir alla aldurshópa. Aðrar upptökur virðast svæsnir. Þannig er ein ætluð fyrir karlkyns vini sendandans þar sem móttakandinn er krafinn svara á hvers vegna hann sé að hringja í kærustu þess sem hringir. „Við hringjum í vin þinn eða vinkonu og spyrjum af hverju það eru að berast svona hrikalega hávær kynlífshljóð frá íbúðinni þeirra. Það er eins og að Tarzan búi þarna!“ segir í lýsingu á upptökunni „Læti frá íbúðinni“. Skjáskot sem sýnir upptökur á íslensku í snjallforritinu.Skjáskot Lögreglan á Norðurlandi eystra varaði við svikasímtölum þar sem logið er upp á fólk sökum um að það hafi lent í óhappi. Í færslu á Facebook-síðu embættisins kom fram að það hefði fengið tilkynningar um slík símtöl og að grunur leiki á að smáforrit sé notað í hrekk. Það virðist stemma við lýsingu á upptöku í snjallforritinu þar sem móttakandinn er krafinn um greiðslu fyrir að hafa ekið á bíl. Fréttin hefur verið uppfærð.
Netglæpir Orkumál Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Sjá meira