Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2021 12:56 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að svokallaðir kórónupassar sem notaðir hafa verið í öðrum löndum gætu komið til skoðunar eftir örvunarskammta. vísir/Vilhelm Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. „Við sjáum eiginlega alltaf lægri tölur um helgar þannig þetta var kannski viðbúið. Auðvitað var maður að vonast til að þetta væri kannski raunveruleg fækkun en mér sýnist ekki vera svo. En það mun örugglega taka nokkra daga að sjá áhrifin af þeim aðgerðum sem við gripum til síðustu helgi og ég held að maður þurfi að láta vikuna líða og sjá hvað gerist í framhaldi af því,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort von gæti verið á nýju minnisblaði fyrir ríkisstjórnarfund á föstudag segist hann ekki geta gefið upp svo nákvæma tímasetningu. Nokkur ríki hafa farið þá leið að krefja fólk um bólusetningavottorð til þess að komast til dæmis inn á veitinga- og skemmtistaði eða viðburði. Aðspurður hvort komið hafi til skoðunar að fara þá leið hér á landi segir Þórólfur svo ekki vera - þar sem bólusettir séu einnig að smitast og smita aðra. Gert er ráð fyrir að boða um 160.000 manns um allt land í örvunarbólusetningu fyrir áramót.vísir/Vilhelm „Það eru líka bólusettir sem eru að leggjast inn þannig við getum ekki með afgerandi hætti sagt að smitunum sé haldið uppi hér af óbólusettum. Það væri mikil einföldun að gera það. Ef hins vegar þriðji skammturinn reynist örlagavaldur í því að koma í veg fyrir smit erum við að tala um allt aðra stöðu,“ segir Þórólfur. „Ef hann fer að skila mjög góðum árangri, eins og við erum að vonast til, að þá held ég að það sé hægt að fara skoða hvort hægt sé að auka frelsi eða minnka takmarkanir á þá sem eru virkilega vel bólusettir og ólíklegir til þess að smitast og smita aðra. Við þurfum að skoða þetta aðeins út frá því sjónarhorni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Fleiri fréttir Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Sjá meira
„Við sjáum eiginlega alltaf lægri tölur um helgar þannig þetta var kannski viðbúið. Auðvitað var maður að vonast til að þetta væri kannski raunveruleg fækkun en mér sýnist ekki vera svo. En það mun örugglega taka nokkra daga að sjá áhrifin af þeim aðgerðum sem við gripum til síðustu helgi og ég held að maður þurfi að láta vikuna líða og sjá hvað gerist í framhaldi af því,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort von gæti verið á nýju minnisblaði fyrir ríkisstjórnarfund á föstudag segist hann ekki geta gefið upp svo nákvæma tímasetningu. Nokkur ríki hafa farið þá leið að krefja fólk um bólusetningavottorð til þess að komast til dæmis inn á veitinga- og skemmtistaði eða viðburði. Aðspurður hvort komið hafi til skoðunar að fara þá leið hér á landi segir Þórólfur svo ekki vera - þar sem bólusettir séu einnig að smitast og smita aðra. Gert er ráð fyrir að boða um 160.000 manns um allt land í örvunarbólusetningu fyrir áramót.vísir/Vilhelm „Það eru líka bólusettir sem eru að leggjast inn þannig við getum ekki með afgerandi hætti sagt að smitunum sé haldið uppi hér af óbólusettum. Það væri mikil einföldun að gera það. Ef hins vegar þriðji skammturinn reynist örlagavaldur í því að koma í veg fyrir smit erum við að tala um allt aðra stöðu,“ segir Þórólfur. „Ef hann fer að skila mjög góðum árangri, eins og við erum að vonast til, að þá held ég að það sé hægt að fara skoða hvort hægt sé að auka frelsi eða minnka takmarkanir á þá sem eru virkilega vel bólusettir og ólíklegir til þess að smitast og smita aðra. Við þurfum að skoða þetta aðeins út frá því sjónarhorni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Fleiri fréttir Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Sjá meira