Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2021 12:56 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að svokallaðir kórónupassar sem notaðir hafa verið í öðrum löndum gætu komið til skoðunar eftir örvunarskammta. vísir/Vilhelm Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. „Við sjáum eiginlega alltaf lægri tölur um helgar þannig þetta var kannski viðbúið. Auðvitað var maður að vonast til að þetta væri kannski raunveruleg fækkun en mér sýnist ekki vera svo. En það mun örugglega taka nokkra daga að sjá áhrifin af þeim aðgerðum sem við gripum til síðustu helgi og ég held að maður þurfi að láta vikuna líða og sjá hvað gerist í framhaldi af því,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort von gæti verið á nýju minnisblaði fyrir ríkisstjórnarfund á föstudag segist hann ekki geta gefið upp svo nákvæma tímasetningu. Nokkur ríki hafa farið þá leið að krefja fólk um bólusetningavottorð til þess að komast til dæmis inn á veitinga- og skemmtistaði eða viðburði. Aðspurður hvort komið hafi til skoðunar að fara þá leið hér á landi segir Þórólfur svo ekki vera - þar sem bólusettir séu einnig að smitast og smita aðra. Gert er ráð fyrir að boða um 160.000 manns um allt land í örvunarbólusetningu fyrir áramót.vísir/Vilhelm „Það eru líka bólusettir sem eru að leggjast inn þannig við getum ekki með afgerandi hætti sagt að smitunum sé haldið uppi hér af óbólusettum. Það væri mikil einföldun að gera það. Ef hins vegar þriðji skammturinn reynist örlagavaldur í því að koma í veg fyrir smit erum við að tala um allt aðra stöðu,“ segir Þórólfur. „Ef hann fer að skila mjög góðum árangri, eins og við erum að vonast til, að þá held ég að það sé hægt að fara skoða hvort hægt sé að auka frelsi eða minnka takmarkanir á þá sem eru virkilega vel bólusettir og ólíklegir til þess að smitast og smita aðra. Við þurfum að skoða þetta aðeins út frá því sjónarhorni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
„Við sjáum eiginlega alltaf lægri tölur um helgar þannig þetta var kannski viðbúið. Auðvitað var maður að vonast til að þetta væri kannski raunveruleg fækkun en mér sýnist ekki vera svo. En það mun örugglega taka nokkra daga að sjá áhrifin af þeim aðgerðum sem við gripum til síðustu helgi og ég held að maður þurfi að láta vikuna líða og sjá hvað gerist í framhaldi af því,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort von gæti verið á nýju minnisblaði fyrir ríkisstjórnarfund á föstudag segist hann ekki geta gefið upp svo nákvæma tímasetningu. Nokkur ríki hafa farið þá leið að krefja fólk um bólusetningavottorð til þess að komast til dæmis inn á veitinga- og skemmtistaði eða viðburði. Aðspurður hvort komið hafi til skoðunar að fara þá leið hér á landi segir Þórólfur svo ekki vera - þar sem bólusettir séu einnig að smitast og smita aðra. Gert er ráð fyrir að boða um 160.000 manns um allt land í örvunarbólusetningu fyrir áramót.vísir/Vilhelm „Það eru líka bólusettir sem eru að leggjast inn þannig við getum ekki með afgerandi hætti sagt að smitunum sé haldið uppi hér af óbólusettum. Það væri mikil einföldun að gera það. Ef hins vegar þriðji skammturinn reynist örlagavaldur í því að koma í veg fyrir smit erum við að tala um allt aðra stöðu,“ segir Þórólfur. „Ef hann fer að skila mjög góðum árangri, eins og við erum að vonast til, að þá held ég að það sé hægt að fara skoða hvort hægt sé að auka frelsi eða minnka takmarkanir á þá sem eru virkilega vel bólusettir og ólíklegir til þess að smitast og smita aðra. Við þurfum að skoða þetta aðeins út frá því sjónarhorni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira