Innlent

Ís­land aftur komið í hæsta á­hættu­­flokk í Banda­ríkjunum

Árni Sæberg skrifar
Forðist ferðalög til Íslands, segir CDC.
Forðist ferðalög til Íslands, segir CDC. Skjáskot/CDC

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur sett Ísland aftur í hæsta áhættuflokk og varar Bandaríkjamenn við ferðalögum til landsins. Ísland var síðast skilgreint rautt í bókum CDC 6. október síðastliðinn.

Á heimasíðu CDC er Bandaríkjamönnum sagt að forðast ferðalög til Íslands en séu þau nauðsynleg sé mikilvægt að vera fullbólusettur áður en lagt er af stað. Vegna ástandsins hér séu jafnvel fullbólusettir í hættu á að fá og dreifa Covid-19.

Þá eru Bandaríkjamenn sem þurfa að ferðast hingað til lands hvattir til að fylgja tilmælum sóttvarnaryfirvalda. Þeir skuli bera grímu og viðhalda tveggja metra fjarlægð frá næsta manni.

Ísland var sett á rauða listann hjá stofnunni í ágúst en hafði verið í næsthæsta áhættuflokki frá því í byrjun október, þangað til í dag er stofnunin uppfærði áhættumat sitt.

Breytingin gæti mögulega haft nokkur áhrif á ferðamannaiðnaðinn á Íslandi, þar sem fjöldi Bandaríkjamanna hefur sótt landið heim á árinu.

Þann 28. október síðastliðinn var Ísland aftur sett á rauðan lista sóttvarnarstofnunar Evrópu.


Tengdar fréttir

Ísland ekki lengur á rauðum lista vestanhafs

Ísland er ekki lengur á rauðum lista Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna. Það þýðir að stofnunin ræður ekki lengur öllum Bandaríkjamönnum frá því að ferðast til Íslands vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×