Innlent

Ísland ekki lengur á rauðum lista vestanhafs

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bandarískir ferðamenn hafa verið áberandi á Íslandi í sumar.
Bandarískir ferðamenn hafa verið áberandi á Íslandi í sumar. Vísir/Vilhelm

Ísland er ekki lengur á rauðum lista Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna. Það þýðir að stofnunin ræður ekki lengur öllum Bandaríkjamönnum frá því að ferðast til Íslands vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi.

Ísland var sett á rauða listann, það er efsta áhættuflokk, hjá stofnuninni í ágúst síðastliðnum. Því fylgdi ráðlegging stofnunarinnar um að forðast öll ferðalög til Íslands.

Ísland hefur nú verið lækkað um þrep hjá sóttvarnarstofnunni og er komið í þriðja stig af fjórum, sem er appelsínugult á litinn.

Stofnunin ræður því bandarískum ferðalöngum ekki lengur frá því að ferðast til Íslands en mælir með því að þeir sem hyggist gera það séu fullbólusettir. Þá eru ferðalangar varaðir við því að staðan á Covid-19 faraldrinum hér á landi sé slík að þeir sem hingað komi séu í hættu á að smitast af Covid-19.


Tengdar fréttir

Ísland enn í hæsta áhættuflokki hjá CDC

Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, uppfærði lista á ferðaráðssíðu sinni í dag. Ísland er enn í hæsta áhættuflokki og er Bandaríkjamönnum því áfram alfarið ráðið frá ferðalögum til landsins.

Ísland komið í hæsta áhættuflokk vestanhafs

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) ráðleggur Bandaríkjamönnum nú alfarið frá ferðalögum til Íslands vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Ísland er nú komið í hæsta áhættuflokk; orðið „rautt“ í bókum vestanhafs.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×