Erlent

Blóðþrýstingslyf gætu dregið úr tíðni áunninnar sykursýki

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hár blóðþrýstingur og áunnin sykursýki eru meiriháttar áhættuþættir fyrir alls kyns sjúkdóma.
Hár blóðþrýstingur og áunnin sykursýki eru meiriháttar áhættuþættir fyrir alls kyns sjúkdóma.

Blóðþrýstingslyf gætu komið í veg fyrir fjölda tilfella áunnar sykursýki en ný rannsókn leiddi í ljós að blóðþrýstingslækkun upp á 5 mmHg minnkar líkurnar á þróun sykursýkis 2 um 11 prósent.

Þá draga svokallaðir ACE-hemlar og ARB-lyf úr líkunum sem nemur 16 prósentum.

Rannsóknin, sem var framkvæmd af vísindamönnum við Oxford-háskóla og Bristol-háskóla, náði til 145 þúsund einstaklinga sem höfðu tekið þátt í nítján rannsóknum. Var þeim fylgt eftir í um fimm ár.

Samkvæmt niðurstöðum vísindamannanna veita ekki öll blóðþrýstingslyf vernd gegn áunninni sykursýki en svokallaðir kalsíum-blokkerar höfðu engin áhrif á meðan beta-blokkerar og þíasíð reyndust auka líkurnar á sykursýki 2, þrátt fyrir að vera gagnsöm lyf gegn háþrýstingi.

Lyf við of háum blóðþrýstingi eru gefin í forvarnarskyni til að draga úr líkunum á hjartaáföllum og heilablóðfalli. 

Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni segja að þrátt fyrir að heilbrigð líkamsþyngd og heilbrigður lífstíll séu helsta leiðin til að draga úr líkunum á að fá áunna sykursýki ættu læknar að íhuga að setja sjúklinga sem eru í mikilli áhættu á blóðþrýstingslyf.

Læknar ættu í það minnsta að horfa til áhættu sjúklinga á að fá sykursýki 2 þegar þeir væru settir á blóðþrýstingslyf, vegna þess hversu áhrif lyfjanna á áhættuna að fá sjúkdómin væru mismunandi.

Guardian greindi frá.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.