Innlent

Þrettán ára drengur sleginn með barefli í höfuðið

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Í tilkynningu lögreglu kemur ekki fram á hvaða aldri parið var.
Í tilkynningu lögreglu kemur ekki fram á hvaða aldri parið var. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi um líkamsárás og ránstilraun í Kópavogi. Þrettán ára drengur var sleginn í höfuðið með barefli, þegar par veittist að honum og krafði hann um allt sem hann var með á sér.

Samkvæmt tilkynningu lögreglu hafði parið ekki erindi sem erfiði og forðaði sér af vettvangi í Strætó. Foreldri drengsins mætti á vettvang og tilkynning var send Barnavernd. Málið er í rannsókn.

Fjöldi ökumanna var stöðvaður í gær. Tveir fyrir að nota farsíma við akstur og einn fyrir að aka yfir á rauðu ljósi. Þá voru að minnsta kosti tveir stöðvaðir grunaðir um vímuakstur og einn fyrir að aka réttindalaus.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×