Chelsea og Lyon með stórsigra í stórleikjum dagsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2021 22:45 Ada Hegeberg er loks komin á ról eftir erfið meiðsli sem hafa haldið henni frá keppni í meira en eitt og hálft ár. Hún skoraði tvívegis í kvöld. Gunnar Hoffsten/Getty Images Tveir stórleikir fóru fram í ensku og frönsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í dag. Englandsmeistarar Chelsea pökkuðu Manchester City saman og sömu sögu er að segja af stöllum Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon sem völtuðu yfir Frakklandsmeistara PSG. Chelsea sótti Manchester City heim í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar. Það tók Englandsmeistarana aðeins tvær mínútur að komast yfir en þar var að verki Jessie Fleming. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Sam Kerr svo annað mark gestanna og staðan 0-2 í hálfleik. Ef það var högg fyrir Man City þá var mark Francesca Kirby í upphafi síðari hálfleiks rothögg. Staðan orðin 3-0 Chelsea í vil og ljóst hvoru megin sigurinn myndi enda. Magdalena Eriksson fullkomnaði frábæran leik Chelsea skömmu síðar með fjórða marki liðsins. Fleiri urðu mörkin ekki og Chelsea vann þægilegan 4-0 sigur á erfiðum útivelli. Goodnight, Blues. #CFCW pic.twitter.com/2rQE6AvTDY— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) November 14, 2021 Með sigrinum fer Chelsea upp í 18 stig að loknum sjö umferðum. Situr liðið í öðru sæti með stigi minna en topplið Arsenal. Manchester City er í 9. sæti með sjö stig. Í Frakklandi tók Lyon á móti Frakklandsmeisturum París Saint-Germain. Liðin voru jöfn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sjö leiki. Eftir stundarfjórðung fékk heimaliðið vítaspyrnu. Catarina Macario fór á punktinn og kom Lyon í 1-0. Aðeins þremur mínútum síðar var staðan orðin 2-0, hin hollenska Danielle van de Donk með markið. Um miðbik fyrri hálfleik fékk Ashley Lawrence beint rautt spjald í liði PSG og ljóst að gestirnir voru í brattri brekku það sem lifði leiks. Mörkin í fyrri hálfleik urðu ekki fleiri og staðan því 2-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Hin unga Melvine Malard kom Lyon í 3-0 snemma í síðari hálfleik og Damaris Berta Egurrola Wienke gerði út um leikinn með fjórða markinu þegar tæp klukkustund var liðin. Amanda Ilestedt minnkaði muninn fyrir gestina áður en Ada Hegerberg – sem kom inn af bekk Lyon – skoraði tvívegis og tryggði Lyon magnaðan 6-1 sigur. Quelle belle soirée #OLPSG pic.twitter.com/N35TqO0jLy— OL Féminin (@OLfeminin) November 14, 2021 Fótbolti Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Sjá meira
Chelsea sótti Manchester City heim í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar. Það tók Englandsmeistarana aðeins tvær mínútur að komast yfir en þar var að verki Jessie Fleming. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Sam Kerr svo annað mark gestanna og staðan 0-2 í hálfleik. Ef það var högg fyrir Man City þá var mark Francesca Kirby í upphafi síðari hálfleiks rothögg. Staðan orðin 3-0 Chelsea í vil og ljóst hvoru megin sigurinn myndi enda. Magdalena Eriksson fullkomnaði frábæran leik Chelsea skömmu síðar með fjórða marki liðsins. Fleiri urðu mörkin ekki og Chelsea vann þægilegan 4-0 sigur á erfiðum útivelli. Goodnight, Blues. #CFCW pic.twitter.com/2rQE6AvTDY— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) November 14, 2021 Með sigrinum fer Chelsea upp í 18 stig að loknum sjö umferðum. Situr liðið í öðru sæti með stigi minna en topplið Arsenal. Manchester City er í 9. sæti með sjö stig. Í Frakklandi tók Lyon á móti Frakklandsmeisturum París Saint-Germain. Liðin voru jöfn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sjö leiki. Eftir stundarfjórðung fékk heimaliðið vítaspyrnu. Catarina Macario fór á punktinn og kom Lyon í 1-0. Aðeins þremur mínútum síðar var staðan orðin 2-0, hin hollenska Danielle van de Donk með markið. Um miðbik fyrri hálfleik fékk Ashley Lawrence beint rautt spjald í liði PSG og ljóst að gestirnir voru í brattri brekku það sem lifði leiks. Mörkin í fyrri hálfleik urðu ekki fleiri og staðan því 2-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Hin unga Melvine Malard kom Lyon í 3-0 snemma í síðari hálfleik og Damaris Berta Egurrola Wienke gerði út um leikinn með fjórða markinu þegar tæp klukkustund var liðin. Amanda Ilestedt minnkaði muninn fyrir gestina áður en Ada Hegerberg – sem kom inn af bekk Lyon – skoraði tvívegis og tryggði Lyon magnaðan 6-1 sigur. Quelle belle soirée #OLPSG pic.twitter.com/N35TqO0jLy— OL Féminin (@OLfeminin) November 14, 2021
Fótbolti Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Sjá meira