Fótbolti

Twitter yfir tapi Ís­lands í Skopje: Stöngin inn er ó­verjandi og DJ Jón Dagur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ezgjan Alioski kom heimamönnum yfir.
Ezgjan Alioski kom heimamönnum yfir. EPA-EFE/NAKE BATEV

Ísland tapaði 3-1 fyrir Norður-Makedóníu í síðasta leik liðsins í undankeppni HM í knattspyrnu. Með sigrinum tryggði Norður-Makedónía sér 2. sæti J-riðils og þar með sæti í umspili fyrir HM sem fram fer í Katar á næsta ári.

Hér að neðan má sjá það helsta sem fram fór á Twitter á meðan leik stóð sem og eftir leik þar sem í ljós kom að Birkir Már Sævarsson hefði leikið sinn síðasta A-landsleik.

Birkir Bjarnason var fyrirliði Íslands í dag. Það þýðir að hann er orðinn leikjahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Heimamenn komust yfir snemma leiks með skoti sem fór í stöng og inn.

Makedónía skoraði annað mark í fyrri hálfleik en það var dæmt af vegna rangstöðu.

Jón Dagur Þorsteinsson jafnaði metin í síðari hálfleik eftir góðan undirbúning Brynjars Inga Bjarnasonar.

Heimamenn komust yfir á nýjan leik eftir klaufagang í vörn Íslands.

Þeir kláruðu svo leikinn undir lok leiks eftir að Ísak Bergmann Jóhannesson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Eftir leik staðfesti Birkir Már Sævarsson að hann hefði leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Hann lék alls 103 leiki fyrir Ísland og fór með liðinu bæði á EM í Frakklandi og HM í Rússlandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×