Fótbolti

Guðný stóð vaktina í öruggum sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guðný Árnadóttir lék allan leikinn í öruggum sigri AC Milan í dag.
Guðný Árnadóttir lék allan leikinn í öruggum sigri AC Milan í dag. Vísir/Hulda Margrét

Guðný Árnadóttir stóð vaktina í vörn AC Milan er liðið vann öruggan 0-2 í heimsókn liðsins til Pomigliano í ítölsku úrvasldeildinni í fótbolta í dag.

Christy Grimshaw kom AC Milan yfir strax á áttundu mínútu eftir stoðsendingu frá Valentina Giacinti áður en Linda Tucceri Cimini tvöfaldaði forystu gestanna sjö mínútum síðar.

Staðan var því 0-2 þegar flautað var til hálfleiks. Hvorugu liðinu tókst að finna netmöskvana í seinni hálfleik og niðurstaðan varð þí tveggja marka sigur AC Milan.

Guðný og liðsfélagar hennar eru nú í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig eftir níu leiki, fimm stigum á eftir toppliði Juventus. Pomigliano situr hins vegar í sjöunda sæti með tíu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×