Klæmint Olsen gerði það sem engum hafði tekist í undankeppni HM til þessa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2021 14:30 Danmörk mætti Færeyjum á Parken í gær. Jan Christensen/Getty Images Þó Danmörk hafi unnið leikinn sannfærandi 3-1 þá urðu Færeyingar í gær fyrsta liðið til að koma knettinum netið hjá Kasper Schmeichel í undankeppni HM 2022. Gengi danska landsliðsins undanfarnar vikur og mánuði hefur verið hreint út sagt ótrúlegt. Liðið er með fullt hús stiga þegar ein umferð er eftir af undankeppni HM 2022 í knattspyrnu sem fram fer í Katar. Ekki nóg með það heldur hafði liðið ekki fengið á sig mark í undankeppninni þangað til liðið tók á móti Færeyingum á Parken í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Danir skoruðu tiltölulega snemma leiks og gerðu í raun út um leikinn þegar rúm klukkustund var liðin. Staðan 2-0, sigurinn í höfn og það stefndi í níunda leikinn í röð án þess að liðið fengi á sig mark. Það er þangað til varamaðurinn Klæmint Olsen, leikmaður NSÍ Runavík, minnkaði muninn á 89. mínútu leiksins. Í örskamma stund létu Færeyingar sig dreyma um jöfnunarmark en Joakim Mæhle eyðilagði þá drauma og Danir unnu 3-1 sigur. What a moment. Pure joy. Not a phone in sight. pic.twitter.com/RmA77WlhiE— Færøsk fodbold (@FaeroskFodbold) November 13, 2021 Danir hafa nú þegar tryggt sér sæti á HM í Katar en þeir eru með 27 stig á toppi F-riðils. Liðið hefur skorað 30 mörk og aðeins fengið á sig eitt. Danmörk sækir Skotland heim í lokaleik riðlakeppninnar en Skotar hafa nú þegar tryggt sér annað sæti riðilsins. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira
Gengi danska landsliðsins undanfarnar vikur og mánuði hefur verið hreint út sagt ótrúlegt. Liðið er með fullt hús stiga þegar ein umferð er eftir af undankeppni HM 2022 í knattspyrnu sem fram fer í Katar. Ekki nóg með það heldur hafði liðið ekki fengið á sig mark í undankeppninni þangað til liðið tók á móti Færeyingum á Parken í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Danir skoruðu tiltölulega snemma leiks og gerðu í raun út um leikinn þegar rúm klukkustund var liðin. Staðan 2-0, sigurinn í höfn og það stefndi í níunda leikinn í röð án þess að liðið fengi á sig mark. Það er þangað til varamaðurinn Klæmint Olsen, leikmaður NSÍ Runavík, minnkaði muninn á 89. mínútu leiksins. Í örskamma stund létu Færeyingar sig dreyma um jöfnunarmark en Joakim Mæhle eyðilagði þá drauma og Danir unnu 3-1 sigur. What a moment. Pure joy. Not a phone in sight. pic.twitter.com/RmA77WlhiE— Færøsk fodbold (@FaeroskFodbold) November 13, 2021 Danir hafa nú þegar tryggt sér sæti á HM í Katar en þeir eru með 27 stig á toppi F-riðils. Liðið hefur skorað 30 mörk og aðeins fengið á sig eitt. Danmörk sækir Skotland heim í lokaleik riðlakeppninnar en Skotar hafa nú þegar tryggt sér annað sæti riðilsins.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira