Fólk streymir enn í hraðpróf þrátt fyrir undanþágu Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2021 13:30 Ríflega tvö þúsund manns hafa mætt í hraðpróf á Suðurlandsbraut í dag. Vísir/Sigurjón Ríflega tvö þúsund manns hafa þegar mætt í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins það sem af er degi. Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fólk velja að mæta þrátt fyrir að þurfa ekki að framvísa neikvæðum niðurstöðum á menningarviðburðum um helgina. Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt undanþágu frá reglum um framvísun neikvæðra hraðprófa á menningaviðburðum um helgina. Sú ákvörðun var tekin vegna þess að óttast var að hraðprófsstaðir myndu ekki anna eftirspurn um helgina og fólk kæmist því ekki á viðburði. Marta María segir heilsugæsluna hafa rýmkað tímabókunarkerfi sitt og lengt opnunartíma til klukkan 16 til þess að anna aukinni eftirspurn. Því ættu allir að komast að sem vilja. Hún segist ekki hafa tekið eftir því að færri komi nú eftir að undanþága var veitt. „Ég held að fólk vilji bara vera öruggt,“ segir Marta. Þá segir hún Heilsugæsluna mælast til þess að fólk mæti í hraðpróf þó svo að það sé ekki skylda. Margir greinist jákvæðir í hraðprófum Níu hafa greinst með kórónuveiruna í hraðprófum í dag. Í gær voru þeir 38, þar af voru 26 sem fóru í hraðpróf til þess að mega sækja menningarviðburði. Daginn þar áður voru jákvæðir 43, sem er metfjöldi greindra í hraðprófum. Marta María segir að langflestir sem greinast jákvæðir í hraðprófi geri það sömuleiðis í PCR-prófi. „Það má búast við að einhverjir örfáir af þeim sem greinasta núna jákvæðir hjá okkur, eru síðan neikvæðir í PCR-prófi. Það eru örfáir,“ segir hún þó. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Hraðpróf óþörf um helgina Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt undanþágu frá reglum um framvísun neikvæðra hraðprófa á menningaviðburðum um helgina þar sem ljóst er að hraðprófsstöðvar anna ekki eftirspurn og auknu álagi. 13. nóvember 2021 10:11 Aldrei fleiri greinst smitaðir í hraðprófum 43 greindust með kórónuveiruna í hraðprófum í gær, sem er metfjöldi. Um fjögur þúsund manns mættu í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag, sem er einnig metfjöldi. 12. nóvember 2021 22:21 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt undanþágu frá reglum um framvísun neikvæðra hraðprófa á menningaviðburðum um helgina. Sú ákvörðun var tekin vegna þess að óttast var að hraðprófsstaðir myndu ekki anna eftirspurn um helgina og fólk kæmist því ekki á viðburði. Marta María segir heilsugæsluna hafa rýmkað tímabókunarkerfi sitt og lengt opnunartíma til klukkan 16 til þess að anna aukinni eftirspurn. Því ættu allir að komast að sem vilja. Hún segist ekki hafa tekið eftir því að færri komi nú eftir að undanþága var veitt. „Ég held að fólk vilji bara vera öruggt,“ segir Marta. Þá segir hún Heilsugæsluna mælast til þess að fólk mæti í hraðpróf þó svo að það sé ekki skylda. Margir greinist jákvæðir í hraðprófum Níu hafa greinst með kórónuveiruna í hraðprófum í dag. Í gær voru þeir 38, þar af voru 26 sem fóru í hraðpróf til þess að mega sækja menningarviðburði. Daginn þar áður voru jákvæðir 43, sem er metfjöldi greindra í hraðprófum. Marta María segir að langflestir sem greinast jákvæðir í hraðprófi geri það sömuleiðis í PCR-prófi. „Það má búast við að einhverjir örfáir af þeim sem greinasta núna jákvæðir hjá okkur, eru síðan neikvæðir í PCR-prófi. Það eru örfáir,“ segir hún þó.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Hraðpróf óþörf um helgina Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt undanþágu frá reglum um framvísun neikvæðra hraðprófa á menningaviðburðum um helgina þar sem ljóst er að hraðprófsstöðvar anna ekki eftirspurn og auknu álagi. 13. nóvember 2021 10:11 Aldrei fleiri greinst smitaðir í hraðprófum 43 greindust með kórónuveiruna í hraðprófum í gær, sem er metfjöldi. Um fjögur þúsund manns mættu í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag, sem er einnig metfjöldi. 12. nóvember 2021 22:21 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Hraðpróf óþörf um helgina Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt undanþágu frá reglum um framvísun neikvæðra hraðprófa á menningaviðburðum um helgina þar sem ljóst er að hraðprófsstöðvar anna ekki eftirspurn og auknu álagi. 13. nóvember 2021 10:11
Aldrei fleiri greinst smitaðir í hraðprófum 43 greindust með kórónuveiruna í hraðprófum í gær, sem er metfjöldi. Um fjögur þúsund manns mættu í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag, sem er einnig metfjöldi. 12. nóvember 2021 22:21