Innlent

Hraðpróf óþörf um helgina

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Leikhúsgestir þurfa ekki að hafa áhyggjur af hraðprófi um helgina.
Leikhúsgestir þurfa ekki að hafa áhyggjur af hraðprófi um helgina. Vísir/getty

Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt undanþágu frá reglum um framvísun neikvæðra hraðprófa á menningaviðburðum um helgina þar sem ljóst er að hraðprófsstöðvar anna ekki eftirspurn og auknu álagi.

Þetta segir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri í samtali við fréttastofu. Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins staðfestir þetta og segir að undanþágan sé tímabundin.

„Það er ljóst að fjölmargir gestir á viðburði í Þjóðleikhúsið, Hörpu, Borgarleikhúsið og önnur menningarhús hafa reynt að komast að í hraðprófum en ekki fengið tíma í tæka tíð og eru nú örvæntingarfullir um að komast ekki á sýningar helgarinnar. Um helgina eru uppseldar sýningar á Kardemommubæ, Vertu úlfur, Ástu og frumsýning á barnaleikritinu Lára og Ljónsi,“ segir Magnús Geir.

Magnús Geir Þórðarson er Þjóðleikhússtjóri Vísir/Arnar

Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi á miðnætti mega 500 koma saman á menningarviðburðum gegn því að sýna fram á neikvætt hraðpróf fyrir viðburðinn og viðhafa grímuskyldu.

Magnús segir að uppbókað hafi verið í hraðpróf í dag og gær og tafir á niðurstöðum þannig að margir leikhúsgestir hafi haft áhyggjur af því að ná ekki að skila inn neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi í tæka tíð. Því hafi heilbrigðisráðherra tilkynnt um undanþáguna.

„Eftir sem áður hvetjum við alla til þess að koma með hraðpróf ef þeir mögulega geta. Þeir sem komast ekki að þurfa þó ekki að hafa áhyggur af því að þeim verði vísað frá viðburði,“ sagði Magnús Geir.


Tengdar fréttir

Aldrei fleiri greinst smitaðir í hrað­prófum

43 greindust með kórónuveiruna í hraðprófum í gær, sem er metfjöldi. Um fjögur þúsund manns mættu í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag, sem er einnig metfjöldi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.