Fótbolti

Di María hetja Argentínu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ángel Di María reyndist hetja Argentínu í nótt.
Ángel Di María reyndist hetja Argentínu í nótt. Ernesto Ryan/Getty Images

Alls fóru tveir leikir fram í Suður-Ameríkuhluta undankeppni HM 2022 í knattspyrnu í nótt. Ángel Di María reyndist hetja Argentínu og þá vann Perú sannfærandi 3-0 sigur á Bólivíu.

Argentína sótti Úrúgvæ heim í einkar erfiðum og spennandi leik. Lið heimamanna er þekkt fyrir stífan og agaðan varnarleik en það tók gestina aðeins sjö mínútur að skora fyrsta markið. 

Markið var í glæsilegri kantinum en Paulo Dybala vann boltann ofarlega á vellinum, kom sér upp hægri vænginn áður en hann gaf á Di María sem var utarlega hægra megin í vítateig Úrúgvæ með varnarmann fyrir framan sig.

Di María lagði boltann fyrir vinstri fót sinn og smurði hann einfaldlega upp í samskeytin fjær. Einkar glæsilegt mark og staðan orðin 1-0, reyndust það lokatölur leiksins. 

Lionel Messi hóf leikinn á varamannabekk Argentínu en kom inn á er 14 mínútur lifðu leiks.

Brasilía er nú þegar búið að tryggja sér sæti á HM 2022 sem fram fer í Katar en þökk sé Di María styttist í að Argentína tryggi sæti sitt. Liðið er með 28 stig að loknum 12 leikjum í undankeppninni en alls eru leiknir 18 leikir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×