Innlent

Fresta Krónumóti HK í fótbolta

Eiður Þór Árnason skrifar
Mótið átti að fara fram í Kórnum í Kópavogi.
Mótið átti að fara fram í Kórnum í Kópavogi. Vísir/Vilhelm

HK og Krónan hafa tekið ákvörðun um að fresta Krónumóti HK í fótbolta vegna fjölgunar kórónuveirusmitaðra í samfélaginu. Mótið átti að fara fram helgina 13. og 14. nóvember í Kórnum í Kópavogi.

„Við teljum að í ljósi aukinna smita í samfélaginu og nýrrar reglugerðar um samkomutakmarkanir á stærri viðburðum sé ekki tímabært að halda mótið að svo stöddu.

Við erum bjartsýn á að geta haldið mótið síðar þegar horfur eru betri og fá þá drengir í 7. og 6. flokki loks að spreyta sig á vellinum,“ segir Sindri Þór Þorgeirsson, verkefnastjóri knattspyrnudeildar HK, í tilkynningu.

Hertar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti. Mega þá fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði með notkun hraðprófa.  

Börn sem eru fædd 2016 og síðar eru undanþegin fimmtíu manna samkomubanninu. Óheimilt er að fleiri en fimmtíu komi saman hvort sem er innan- eða utandyra eða opinberum rýmum eða einkarýmum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×