Innlent

Hertar að­gerðir kynntar í dag

Heimir Már Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun væntanlega tilkynna um hertar aðgerðir innanlands í dag til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun væntanlega tilkynna um hertar aðgerðir innanlands í dag til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm

Ríkisstjórnin kemur saman til fundar klukkan hálf tíu þar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigisráðherra mun leggja fram tillögu um hertar sóttvarnaaðgerðir vegna mikillar fjölgunar smitaðra af kórónuveirunni undanfarna daga.

Ráðherranefnd um sóttvarnamál sem í sitja formenn stjórnarflokkanna, heilbrigðisráðherra, dómsmálaráðherra og menntamálaráðherra kemur saman á fjarfundi með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og fleiri embættismönnum fyrir ríkisstjórnarfundinn. 

Þar fer Þórólfur yfir tillögur og rökstuðning í minnisblaði um hertar aðgerðir sem hann sendi heilbrigðisráðherra seinni partinn í gær. 

Búast má við að í væntanlegum aðgerðum felist enn meiri samkomutakmarkanir en tóku gildi á miðvikudag.

Horfa má á Svandísi kynna nýju aðgerðirnar í spilaranum hér fyrir neðan og lesa um þær hér.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.