Erlent

Guterres segir markmið COP26 „í öndunarvél“

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Framtíðarsýnin er ekki fögur ef fer sem horfir.
Framtíðarsýnin er ekki fögur ef fer sem horfir. epa/Robert Perry

COP26 ráðstefnan í Glasgow á að klárast í dag en sífellt meiri líkur virðast vera á því að ekki takist að uppfylla markmið hennar.

António Guterres, framvkæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði við AP fréttaveituna að markmið ráðstefnunnar, að tryggja að hlýnun verði ekki meiri en 1,5 gráður á þessari öld, sé komið í öndunarvél. 

Að hans mati er afar ólíklegt að ríkisstjórnir heimsins fáist til lofa að draga nægilega mikið úr útblæstri koltvísýrings til þess að það takist. 

Forseti ráðstefnunnar, Alok Sharma, hefur tekið í sama streng og segir að tíminn sé að renna út. 

Þjóðir heims höfðu þegar sæst á það í Parísarsamkomulaginu árið 2015 að halda hlýnun jarðar á milli einnar og hálfrar og tveggja gráða. 

Nýjustu mælingar gefa hinsvegar til kynna að hækkunin muni í raun nema 2,7 gráðum og því þarf verulega að draga úr útblæstrinum að sögn vísindamanna, ef ekki á að fara illa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×