Birkir Bjarnason: Mjög stórt bæði fyrir mig og mína fjölskyldu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. nóvember 2021 22:12 Birkir Bjarnason jafnaði leikjamet Rúnars Kristinssonar í kvöld. Matthew Pearce/Icon Sportswire via Getty Images Birkir Bjarnason jafnaði í kvöld leikjamet Rúnars Kristinssonar er hann lék landsleik númer 104 í markalausu jafntefli gegn Rúmenum. Hann segir þetta stóra stund fyrir sig og sína fjölskyldu, en bendir þó á að hann sé ekki nógu sáttur með úrslit kvöldsins. „Þetta er mjög stórt fyrir bæði mig og mín fjölskyldu, “ sagði Birkir Bjarnason í leikslok. „Vonandi get ég bara haldið áfram og fengið enn þá fleiri leiki.“ Hann segist ekki hafa búist við þessum áfanga þegar hann var að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu, og enn fremur að hann hafi lítið pælt í þessu meti fyrr en hann var farinn að nálgast hundrað leiki. „Ég get nú ekki sagt það. Ég hef nú bara aldrei pælt mikið í þessu fyrr en maður var rétt að skríða yfir hundrað leiki.“ „Þannig að þetta hefur aldrei verið neitt markmið eða eitthvað svoleiðis. Það er bara ótrúlegur plús að hafa komist hingað.“ Margir nýjir leikmenn eru að stíga sín fyrstu skref með íslenska landsliðinu, en þrátt fyrir það segist Birkir ekki ganga sáttur frá borði með úrslit kvöldsins. „Nei, ég get nú ekki sagt það. Við sköpum okkur mikið af góðum færum og erum oft mjög nálægt því að skapa færi. En svona allt í allt þá var þetta erfiður leikur og erfiður völlur. Jafntefli er fínt en ég held að við séum allir svekktir með að ná ekki í þessi þrjú stig.“ „Við erum bara að hugsa um okkur sjálfa og reyna að bæta okkar leik. Mér finnst við hafa spilað ágætis leik og við höldum bara áfram að byggja ofan á það sem við erum búnir að vera að byggja upp í þónokkurn tíma. Ég held að þetta líti bara vel út upp á framhaldið.“ Birkir er eins og gefur að skilja einn af reynsluboltum liðsins. Hann er orðinn leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi og bar fyrirliðabandið í kvöld. En finnur hann fyrir aukinni ábyrgð þegar kemur að því að leiða íslenska liðið inn í nýja tíma? „Já, augljóslega geri ég það. En það eru margir ótrúlega ungir og efnilegir strákar og þetta eru fullt af strákum sem vilja læra. Þeir eru ótrúlega viljugir til að halda áfram og vilja virkilega ná árangri fyrir landsliðið. Þetta er bara gaman að vera í þessu og að reyna að hjálpa þessum yngri.“ HM 2022 í Katar Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira
„Þetta er mjög stórt fyrir bæði mig og mín fjölskyldu, “ sagði Birkir Bjarnason í leikslok. „Vonandi get ég bara haldið áfram og fengið enn þá fleiri leiki.“ Hann segist ekki hafa búist við þessum áfanga þegar hann var að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu, og enn fremur að hann hafi lítið pælt í þessu meti fyrr en hann var farinn að nálgast hundrað leiki. „Ég get nú ekki sagt það. Ég hef nú bara aldrei pælt mikið í þessu fyrr en maður var rétt að skríða yfir hundrað leiki.“ „Þannig að þetta hefur aldrei verið neitt markmið eða eitthvað svoleiðis. Það er bara ótrúlegur plús að hafa komist hingað.“ Margir nýjir leikmenn eru að stíga sín fyrstu skref með íslenska landsliðinu, en þrátt fyrir það segist Birkir ekki ganga sáttur frá borði með úrslit kvöldsins. „Nei, ég get nú ekki sagt það. Við sköpum okkur mikið af góðum færum og erum oft mjög nálægt því að skapa færi. En svona allt í allt þá var þetta erfiður leikur og erfiður völlur. Jafntefli er fínt en ég held að við séum allir svekktir með að ná ekki í þessi þrjú stig.“ „Við erum bara að hugsa um okkur sjálfa og reyna að bæta okkar leik. Mér finnst við hafa spilað ágætis leik og við höldum bara áfram að byggja ofan á það sem við erum búnir að vera að byggja upp í þónokkurn tíma. Ég held að þetta líti bara vel út upp á framhaldið.“ Birkir er eins og gefur að skilja einn af reynsluboltum liðsins. Hann er orðinn leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi og bar fyrirliðabandið í kvöld. En finnur hann fyrir aukinni ábyrgð þegar kemur að því að leiða íslenska liðið inn í nýja tíma? „Já, augljóslega geri ég það. En það eru margir ótrúlega ungir og efnilegir strákar og þetta eru fullt af strákum sem vilja læra. Þeir eru ótrúlega viljugir til að halda áfram og vilja virkilega ná árangri fyrir landsliðið. Þetta er bara gaman að vera í þessu og að reyna að hjálpa þessum yngri.“
HM 2022 í Katar Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira