„Þetta er eitthvað sem maður þarf stöðugt að vera meðvitaður um“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. nóvember 2021 12:10 Karen Björk Eyþórsdóttir, verkefnastjóri sjálfbærnimælikvarða hja Reykjavíkurborg og ein af Loftslagsleiðtogum 2021, segir mikilvægt að fólk kaupi ekki óþarfa hluti. Stærsti netverslunardagur heims er nú genginn í garð en dagurinn nýtur sífellt meiri vinsælda með hverju ári sem líður hér á Íslandi. Verkefnastjóri sjálfbærnimælikvarða hjá Reykjavíkurborg og ein af Loftslagsleiðtogum 2021, segir mikilvægt að fólk sé meðvitað þegar kemur að neyslu sinni til að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið. Dagur einhleypra, eða Singles day eins og hann kallast úti í heim, verður til umfjöllunar á hádegisfundi í Norræna húsinu í dag. Dagurinn er nú orðinn einn stærsti verslunardagur í heimi vegna fjölda tilboða sem fólk nýtir sér. Karen Björk Eyþórsdóttir, verkefnastjóri sjálfbærnimælikvarða hja Reykjavíkurborg og ein af Loftslagsleiðtogum 2021, stýrir fundinum en þar verður áhersla lögð á sjálfbæran lífstíl á þessum stóra degi, sem og aðra daga. „Við fáum til dæmis góða gesti úr atvinnulífinu sem tengjast lausnum sem að geta hjálpað okkur að tileinka okkur sjálfbærari lífstíl og taka umhverfisvænni ákvarðanir,“ segir Karen. „Við ætlum líka að kasta boltanum út í heim og tala við ungt fólk sem ætlar til dæmis að segja okkur hvað er búið að vera í gangi á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, eða COP26, sem er búin að vera í gangi núna undanfarnar tvær vikur og klárast á morgun.“ Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna, sem fer fram í Glasgow í ár, er talin ein mikilvægasta loftslagsráðstefna áratugarins en ljóst er að grípa þurfi til alvarlegra aðgerða til að takmarka hlýnun jarðar. Karen bendir á að tólfta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem snýr að ábyrgri neyslu og framleiðslu, sé ein stærsta áskorunin sem Norðurlöndin standa frammi fyrir. „Við erum að stofna til þessara fundar til þess að verða meðvitaðri um það hvernig við neytum og læra hvernig við getum dregið úr neikvæðum áhrifum á umhverfið með neyslunni okkar,“ segir Karen. Dagur einhleypra vex gríðarlega frá ári til árs hérna á Íslandi líkt og annars staðar og segir Karen að nú þurfi fólk að huga alvarlega að því hvernig neysla þeirra er, ef halda á hlýnun jarðar undir einni og hálfri gráðu. Þannig er mikilvægt að fólk kaupi ekki hluti sem það þarfnast ekki og vera meðvituð um hvaðan varan kemur. „Samfélagið segir okkur endalaust dag frá degi að við verðum að kaupa þetta og hitt til að vera hamingjusöm,“ segir Karen. „Þetta er eitthvað sem maður þarf stöðugt að vera meðvitaður um og vera bara samkvæmur sjálfum sér. Ekki kaupa hluti til þess að fylla út í eitthvað hjá sjálfum sér heldur bara fara bara inn á við og finna friðinn inn í sér, þurfa ekki að kaupa hann frá sér.“ Hægt er að horfa á fundinn í beinu streymi hér fyrir neðan en tveir aðrir viðburðir verða síðar um daginn í Norræna húsinu sem einnig tengjast umhverfismálum. Sjálfbær samruni – samtal lista og vísinda um sjálfbærni kl. 16 og sýning umhverfisverndarsamtakana SEEDS á kvikmyndinni The Recycling Myth kl. 18. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Verslun Umhverfismál Tengdar fréttir „Ekki nægjanlega góður árangur, bara alls ekki“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að þau loforð sem gefin hafi verið á loftslagsráðstefnu í Sameinuðu þjóðanna séu ekki nægjanleg til að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum á næstu áratugum. 10. nóvember 2021 22:05 Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00 Þúsundir mótmæla aðgerðaleysi á COP26 Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði um götur Glasgow í dag til að krefjast sterkari aðgerða í loftslagsmálum, en Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, fer fram þar í borg þessa dagana. 6. nóvember 2021 15:20 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Dagur einhleypra, eða Singles day eins og hann kallast úti í heim, verður til umfjöllunar á hádegisfundi í Norræna húsinu í dag. Dagurinn er nú orðinn einn stærsti verslunardagur í heimi vegna fjölda tilboða sem fólk nýtir sér. Karen Björk Eyþórsdóttir, verkefnastjóri sjálfbærnimælikvarða hja Reykjavíkurborg og ein af Loftslagsleiðtogum 2021, stýrir fundinum en þar verður áhersla lögð á sjálfbæran lífstíl á þessum stóra degi, sem og aðra daga. „Við fáum til dæmis góða gesti úr atvinnulífinu sem tengjast lausnum sem að geta hjálpað okkur að tileinka okkur sjálfbærari lífstíl og taka umhverfisvænni ákvarðanir,“ segir Karen. „Við ætlum líka að kasta boltanum út í heim og tala við ungt fólk sem ætlar til dæmis að segja okkur hvað er búið að vera í gangi á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, eða COP26, sem er búin að vera í gangi núna undanfarnar tvær vikur og klárast á morgun.“ Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna, sem fer fram í Glasgow í ár, er talin ein mikilvægasta loftslagsráðstefna áratugarins en ljóst er að grípa þurfi til alvarlegra aðgerða til að takmarka hlýnun jarðar. Karen bendir á að tólfta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem snýr að ábyrgri neyslu og framleiðslu, sé ein stærsta áskorunin sem Norðurlöndin standa frammi fyrir. „Við erum að stofna til þessara fundar til þess að verða meðvitaðri um það hvernig við neytum og læra hvernig við getum dregið úr neikvæðum áhrifum á umhverfið með neyslunni okkar,“ segir Karen. Dagur einhleypra vex gríðarlega frá ári til árs hérna á Íslandi líkt og annars staðar og segir Karen að nú þurfi fólk að huga alvarlega að því hvernig neysla þeirra er, ef halda á hlýnun jarðar undir einni og hálfri gráðu. Þannig er mikilvægt að fólk kaupi ekki hluti sem það þarfnast ekki og vera meðvituð um hvaðan varan kemur. „Samfélagið segir okkur endalaust dag frá degi að við verðum að kaupa þetta og hitt til að vera hamingjusöm,“ segir Karen. „Þetta er eitthvað sem maður þarf stöðugt að vera meðvitaður um og vera bara samkvæmur sjálfum sér. Ekki kaupa hluti til þess að fylla út í eitthvað hjá sjálfum sér heldur bara fara bara inn á við og finna friðinn inn í sér, þurfa ekki að kaupa hann frá sér.“ Hægt er að horfa á fundinn í beinu streymi hér fyrir neðan en tveir aðrir viðburðir verða síðar um daginn í Norræna húsinu sem einnig tengjast umhverfismálum. Sjálfbær samruni – samtal lista og vísinda um sjálfbærni kl. 16 og sýning umhverfisverndarsamtakana SEEDS á kvikmyndinni The Recycling Myth kl. 18.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Verslun Umhverfismál Tengdar fréttir „Ekki nægjanlega góður árangur, bara alls ekki“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að þau loforð sem gefin hafi verið á loftslagsráðstefnu í Sameinuðu þjóðanna séu ekki nægjanleg til að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum á næstu áratugum. 10. nóvember 2021 22:05 Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00 Þúsundir mótmæla aðgerðaleysi á COP26 Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði um götur Glasgow í dag til að krefjast sterkari aðgerða í loftslagsmálum, en Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, fer fram þar í borg þessa dagana. 6. nóvember 2021 15:20 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
„Ekki nægjanlega góður árangur, bara alls ekki“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að þau loforð sem gefin hafi verið á loftslagsráðstefnu í Sameinuðu þjóðanna séu ekki nægjanleg til að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum á næstu áratugum. 10. nóvember 2021 22:05
Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00
Þúsundir mótmæla aðgerðaleysi á COP26 Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði um götur Glasgow í dag til að krefjast sterkari aðgerða í loftslagsmálum, en Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, fer fram þar í borg þessa dagana. 6. nóvember 2021 15:20