Innlent

Bein útsending: Er séns að vera umhverfisvænn á Degi einhleypra og aðra daga?

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
SinglesDay-1920x1005-1-1280x720
Mynd/Rán Flygenring

Í dag, 11. nóvember, verður hádegisfundur í Norræna húsinu milli 12 og 13:30 þar sem rætt verður um sjálfbæran lífsstíl á stærsta verslunardegi heims, Single‘s Day. Auk þess verður ljósi varpað á þátttöku ungs fólks í COP26 sem taka þátt í gegnum streymi.

Dagurinn 11.11. hefur síðustu ár verið kallaður Dagur einhleypra (Singles’ Day) af sífellt fleiri verslunum og er dagurinn orðinn einn stærsti verslunardagur í heimi vegna fjölda tilboða sem fólk nýtir sér. Í tilefni dagsins og COP26 (loftslagsráðstefnu SÞ) er hér tækifæri til að vega og meta hvernig hægt er að skapa sér umhverfisvænni og sjálfbærari lífsstíl.

Í pallborði verða aðilar sem tengjast lausnum sem geta ýtt undir sjálfbærari lífsstíl. Um leið verður varpað ljósi á þátttöku ungmenna í COP26, ungmenni verða með í beinni frá Glasgow og í norrænni hliðarhöfn COP26 í Helsinki.

Viðburðurinn fer fram í sal Norræna hússins og streymi. Aðgangur ókeypis og léttur hádegisverður frá SONO er innifalinn. Húsið opnar kl. 11.45.

Í pallborði:

• Brynja Dan Gunnarsdóttir, upphafskona Dags einhleypra á Íslandi og ein af stofnendum og eigendum Extraloppunnar

• Viggó Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Meniga á Íslandi

• Rakel Garðarsdóttir, stofnandi og eigandi Verandi og Vakandi

• Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur hjá Eflu

• Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík

Þátttakendur á COP26 í Glasgow og Helsinki:

• Aðalbjörg Egilsdóttir, nemi í umhverfis- og auðlindafræði og félagi í Ungum umhverfissinnum

• Aldís Mjöll Geirsdóttir, fráfarandi formaður Norðurlandaráðs ungmenna

• Finnur Ricart Andrason, ungmennafulltrúi Íslands til Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsmála

• Sigrún Perla Gísladóttir, gjaldkeri Ungra umhverfissinna

• Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna

Fundarstjóri: 

Karen Björk Eyþórsdóttir, verkefnastjóri sjálfbærnimælikvarða hjá Reykjavíkurborg og ein af Loftslagsleiðtogum 2021

Tveir aðrir viðburðir verða síðar um daginn í Norræna húsinu sem einnig tengjast umhverfismálum. Sjálfbær samruni – samtal lista og vísinda um sjálfbærni kl. 16 og sýning umhverfisverndarsamtakana SEEDS á kvikmyndinni The Recycling Myth kl. 18.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×