„Ekki nægjanlega góður árangur, bara alls ekki“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2021 22:05 Guðmundur Guðbrandsson er umhverfisráðherra. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að þau loforð sem gefin hafi verið á loftslagsráðstefnu í Sameinuðu þjóðanna séu ekki nægjanleg til að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum á næstu áratugum. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna er nú á lokametrunum í Glasgow og þar hafa fulltrúar ríkja heimsins mætt til að ræða aðgerðir í loftslagsmálum, og hvað þurfi að gera til að stemma í stigu við hlýnun jarðar. Guðmundur Ingi ræddi það sem komið hefur fram á ráðstefnunni í beinni útsendingu frá Glasgow í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar sagði hann loforðin sem hingað til hafi borist ekki tryggja nægilegan góðan árangur. „Fyrir ráðstefnuna bentu loforð ríkja heimsins til að hlýnun jarðar yrði um 2,7 gráður og eftir þau loforð sem hér hafa komið fram virðist þetta stefna í kannski 2,4 gráðu hlýnun sem er ekki nægjanlega góður árangur, bara alls ekki. Við viljum fara undir tvær gráðurnar og Ísland hefur nú lagt áherslu á það ásamt öðrum ríkjum að við séum í 1,5,“ sagði Guðmundur. Bindur hann þó vonir við að árangur náist. „Við vonumst enn þá til að þetta geti batnað en allavega að það verði skýr skilaboð frá ráðstefnunni um það að við höldum áfram að lækka þetta.“ Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. Aðspurður um hvort að yfirvöld hér á landi myndu taka þátt í þessu sagði Guðmundur að það yrði að koma í ljós eftir að ný ríkisstjórn er mynduð. „Núna eru viðræður í gangi um nýja ríkisstjórn og við verðum að sjá hvað ný ríkisstjórn ber í skauti sér, það verður að ráðast af því.“ Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bílaframleiðendur stefna á að taka bensínbílinn úr umferð en stórveldi sitja hjá Sex stórir bílaframleiðendur og þrjátíu ríki skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að hætta sölu á nýjum bensín- og dísilbílum fyrir árið 2040. Sum stærstu fyrirtækjanna og ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Kína og Japan vildu ekki taka þátt. 10. nóvember 2021 12:52 Samgöngur í brennidepli á COP26: „Það er ekki eftir neinu að bíða“ Samgöngur verða í brennidepli á COP26 ráðstefnunni í Glasgow í dag en Ísland er í öðru sæti þegar að kemur að orkuskiptum í samgöngum. Framkvæmdastýra Orku náttúrunnar segir Ísland geta miðlað þekkingu sinni á ýmsum sviðum en getur lært af öðrum löndum á öðrum sviðum. 10. nóvember 2021 12:18 Áhrif loftslagsbreytinga leggjast af meiri þunga á konur og stúlkur Viðbragðsáætlanir vegna loftslagsbreytinga þurfa að taka tillit til þátta á borð við kyn, aldur, búsetu og skerðingu eigi þær að skila árangri. 10. nóvember 2021 10:05 Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga. 9. nóvember 2021 14:22 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna er nú á lokametrunum í Glasgow og þar hafa fulltrúar ríkja heimsins mætt til að ræða aðgerðir í loftslagsmálum, og hvað þurfi að gera til að stemma í stigu við hlýnun jarðar. Guðmundur Ingi ræddi það sem komið hefur fram á ráðstefnunni í beinni útsendingu frá Glasgow í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar sagði hann loforðin sem hingað til hafi borist ekki tryggja nægilegan góðan árangur. „Fyrir ráðstefnuna bentu loforð ríkja heimsins til að hlýnun jarðar yrði um 2,7 gráður og eftir þau loforð sem hér hafa komið fram virðist þetta stefna í kannski 2,4 gráðu hlýnun sem er ekki nægjanlega góður árangur, bara alls ekki. Við viljum fara undir tvær gráðurnar og Ísland hefur nú lagt áherslu á það ásamt öðrum ríkjum að við séum í 1,5,“ sagði Guðmundur. Bindur hann þó vonir við að árangur náist. „Við vonumst enn þá til að þetta geti batnað en allavega að það verði skýr skilaboð frá ráðstefnunni um það að við höldum áfram að lækka þetta.“ Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. Aðspurður um hvort að yfirvöld hér á landi myndu taka þátt í þessu sagði Guðmundur að það yrði að koma í ljós eftir að ný ríkisstjórn er mynduð. „Núna eru viðræður í gangi um nýja ríkisstjórn og við verðum að sjá hvað ný ríkisstjórn ber í skauti sér, það verður að ráðast af því.“
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bílaframleiðendur stefna á að taka bensínbílinn úr umferð en stórveldi sitja hjá Sex stórir bílaframleiðendur og þrjátíu ríki skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að hætta sölu á nýjum bensín- og dísilbílum fyrir árið 2040. Sum stærstu fyrirtækjanna og ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Kína og Japan vildu ekki taka þátt. 10. nóvember 2021 12:52 Samgöngur í brennidepli á COP26: „Það er ekki eftir neinu að bíða“ Samgöngur verða í brennidepli á COP26 ráðstefnunni í Glasgow í dag en Ísland er í öðru sæti þegar að kemur að orkuskiptum í samgöngum. Framkvæmdastýra Orku náttúrunnar segir Ísland geta miðlað þekkingu sinni á ýmsum sviðum en getur lært af öðrum löndum á öðrum sviðum. 10. nóvember 2021 12:18 Áhrif loftslagsbreytinga leggjast af meiri þunga á konur og stúlkur Viðbragðsáætlanir vegna loftslagsbreytinga þurfa að taka tillit til þátta á borð við kyn, aldur, búsetu og skerðingu eigi þær að skila árangri. 10. nóvember 2021 10:05 Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga. 9. nóvember 2021 14:22 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Bílaframleiðendur stefna á að taka bensínbílinn úr umferð en stórveldi sitja hjá Sex stórir bílaframleiðendur og þrjátíu ríki skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að hætta sölu á nýjum bensín- og dísilbílum fyrir árið 2040. Sum stærstu fyrirtækjanna og ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Kína og Japan vildu ekki taka þátt. 10. nóvember 2021 12:52
Samgöngur í brennidepli á COP26: „Það er ekki eftir neinu að bíða“ Samgöngur verða í brennidepli á COP26 ráðstefnunni í Glasgow í dag en Ísland er í öðru sæti þegar að kemur að orkuskiptum í samgöngum. Framkvæmdastýra Orku náttúrunnar segir Ísland geta miðlað þekkingu sinni á ýmsum sviðum en getur lært af öðrum löndum á öðrum sviðum. 10. nóvember 2021 12:18
Áhrif loftslagsbreytinga leggjast af meiri þunga á konur og stúlkur Viðbragðsáætlanir vegna loftslagsbreytinga þurfa að taka tillit til þátta á borð við kyn, aldur, búsetu og skerðingu eigi þær að skila árangri. 10. nóvember 2021 10:05
Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga. 9. nóvember 2021 14:22