Erlent

Stefnir Alec Baldwin og fleiri vegna dauða Hutchins

Atli Ísleifsson skrifar
Rafvirkinn Serge Svetnoyvar vinur kvikmyndatökumannsins Halyna Hutchins sem lést.
Rafvirkinn Serge Svetnoyvar vinur kvikmyndatökumannsins Halyna Hutchins sem lést. EPA

Rafvirki í tökuliði kvikmyndarinnar Rust hefur stefnt leikaranum Alec Baldwin og nokkrum til viðbótar í tökuliðinu vegna dauða kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins í síðasta mánuði.

Baldwin varð Hutchins að bana og særði leikstjóra myndarinnar fyrir slysni eftir að hann skaut úr skammbyssu við tökur.

Rafvirkinn Serge Svetnoy, sem var vinur Hutchins, sakar Baldwin og fleiri um stórfellda vanrækslu sem hafi valdið honum „mikilli tilfinningalegri þjáningu“. Litlu hafi munað að byssukúlan, sem varð Hutchins að bana, hafi einnig hæft hann og þurfti hann svo að hlúa að Hutchins.

Í frétt BBC segir að lögregla í Nýju Mexíkó sé enn með málið, sem átti sér stað þann 21. október síðastliðinn, til rannsóknar. Enn hefur enginn verið ákærður í málinu.

Aðstoðarleikstjórinn Dave Halls hefur greint rannsakendum frá því að hann hafi ekki kannað stöðuna á skothylkjunum í byssunni áður en hann hafi afhent Baldwin hana. Hann hafi hrópað að skammbyssan væri örugg sem hafi svo ekki verið raunin.

Stefna hins 63 ára Svetnoy beinist að um tuttugu einstaklingum í tökuliði myndarinnar. Á fréttamannafundi í gær sagði að hann hafi séð eftirlitslausar byssur á jörðinni á tökustaðnum nokkrum dögum fyrir atvikið. Hann hafi sömuleiðis bent þeim sem voru ábyrgir fyrir byssunum á þá staðreynd.

Hvorki Baldwin, né nokkur annar sem Svetnoy hefur nú stefnt, hafa tjáð sig um stefnuna.


Tengdar fréttir

Vopna­vörðurinn segir ein­hvern hafa sett skot í byssuna

Vopnavörður kvikmyndarinnar Rust segir mögulegt að einhver hafi sett hefðbundið byssuskot í byssu sem notuð var við æfingar fyrir tökur. Leikarinn Alec Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halynu Hutchins til bana með byssunni.

Baldwin rýfur þögnina um ­skotið sem banaði Halynu Hutchins

Alec Baldwin tjáði sig við fjölmiðla um voðaskotið sem varð Halynu Hutchins að bana í fyrsta skipti í dag. Hann segir hana hafa verið vinkonu sína og að honum hafi verið bannað að ræða smáatriði málsins þar sem formleg rannsókn væri í gangi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×