Sjáðu glæsileg aukaspyrnumörk Arsenal og Barcelona er liðin unnu örugga sigra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2021 19:50 Leikmenn Barcelona fagna einu af fjórum mörkum sínum í kvöld. Twitter/@FCBfemeni Báðum leikjum C-riðils Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu er nú lokið. Evrópumeistarar Barcelona unnu öruggan 4-0 sigur á Hoffenheim á meðan Arsenal sóttu þrjú stig til Danmerkur. Barcelona ber höfuð og herðar yfir önnur lið Evrópu um þessar mundir. Tók það liðið aðeins rúman hálftíma að ganga frá Hoffenheim er liðin mættust í Katalóníu í kvöld. Jenifer Hermoso kom Börsungum yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. Alexia Putellas tvöfaldaði forystuna með glæsilegu marki úr aukaspyrnu á 19. mínútu. Alexia Putellas That's it. That's the Tweet. https://t.co/GaNn7clDCn https://t.co/yxO5tH3ZUc https://t.co/CCapv9z2sQ pic.twitter.com/MtAJycJWQf— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Putellas var svo aftur á ferðinni á 33. mínútu er hún skoraði annað mark sitt og þriðja mark Barcelona. Staðan þar með orðin 3-0 og sigurinn svo gott sem kominn í hús. Evrópumeistararnir voru þó ekki hættir og Marta Torrejon bætti við fjórða markinu á 74. mínútu. Var það tíunda mark Börsunga í aðeins þremur Meistaradeildarleikjum á leiktíðinni. Staðan orðin 4-0 og reyndust það lokatölur. Börsungar því enn með fullt hús stiga í C-riðli en liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark til þessa. Í Kaupmannahöfn var Arsenal í heimsókn. Gestirnir frá Lundúnum fengu vítaspyrnu eftir stundarfjórðung. Nikita Parris fór á punktinn en Kaylan Marckese gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Quick feet by Nikita Parris Even better save Kaylan Marckese https://t.co/stJCHQIfqa https://t.co/kK3fYSoewW pic.twitter.com/hN6dhtzv3D— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Stephanie Catley kom gestunum hins vegar yfir með glæsilegu marki úr aukaspyrnu á 27. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 0-1 er liðin gengu til búningsherbergja. STEPH CATLEY CATCHES IT SWEETLY FOR HER FIRST ARSENAL GOAL https://t.co/stJCHQIfqa https://t.co/kK3fYSoewW pic.twitter.com/gFKELw5IxV— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Parris kom Arsenal tveimur mörkum yfir eftir rúmlega klukkustund. Aðeins sjö mínútum síðar fór Caitlin Foord langt með að tryggja sigur gestanna með þriðja marki þeirra. Hún fylgdi þá eftir skoti sem Marckese hafði blakað í slánna. Madalyn Pokorny minnkaði muninn fyrir Köge eftir allskyns vandræði í vörn Arsenal. Pokorny gerði vel að komast ein gegn Lydiu Williams í marki Arsenal og afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Pokorny catches out Catley and scores HB Køge's first @UWCL goal https://t.co/stJCHQIfqa https://t.co/kK3fYSoewW pic.twitter.com/XJvC1iGaXb— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Anna Patten stöðvaði alla von heimakvenna um endurkomu með marki eftir frábæran sprett Foord þegar fimm mínútur lifðu leiks. Jordan Nobbs bætti svo við fimmta marki Arsenal skömmu síðar, staðan orðin 1-5 og reyndust það lokatölur leiksins. Barcelona er enn með fullt hús stiga í C-riðli, Arsenal er í 2. sæti með sex stig, Hoffenheim í 3. sæti með þrjú stig og Köge rekur svo lestina án stiga. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Barcelona ber höfuð og herðar yfir önnur lið Evrópu um þessar mundir. Tók það liðið aðeins rúman hálftíma að ganga frá Hoffenheim er liðin mættust í Katalóníu í kvöld. Jenifer Hermoso kom Börsungum yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. Alexia Putellas tvöfaldaði forystuna með glæsilegu marki úr aukaspyrnu á 19. mínútu. Alexia Putellas That's it. That's the Tweet. https://t.co/GaNn7clDCn https://t.co/yxO5tH3ZUc https://t.co/CCapv9z2sQ pic.twitter.com/MtAJycJWQf— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Putellas var svo aftur á ferðinni á 33. mínútu er hún skoraði annað mark sitt og þriðja mark Barcelona. Staðan þar með orðin 3-0 og sigurinn svo gott sem kominn í hús. Evrópumeistararnir voru þó ekki hættir og Marta Torrejon bætti við fjórða markinu á 74. mínútu. Var það tíunda mark Börsunga í aðeins þremur Meistaradeildarleikjum á leiktíðinni. Staðan orðin 4-0 og reyndust það lokatölur. Börsungar því enn með fullt hús stiga í C-riðli en liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark til þessa. Í Kaupmannahöfn var Arsenal í heimsókn. Gestirnir frá Lundúnum fengu vítaspyrnu eftir stundarfjórðung. Nikita Parris fór á punktinn en Kaylan Marckese gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Quick feet by Nikita Parris Even better save Kaylan Marckese https://t.co/stJCHQIfqa https://t.co/kK3fYSoewW pic.twitter.com/hN6dhtzv3D— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Stephanie Catley kom gestunum hins vegar yfir með glæsilegu marki úr aukaspyrnu á 27. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 0-1 er liðin gengu til búningsherbergja. STEPH CATLEY CATCHES IT SWEETLY FOR HER FIRST ARSENAL GOAL https://t.co/stJCHQIfqa https://t.co/kK3fYSoewW pic.twitter.com/gFKELw5IxV— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Parris kom Arsenal tveimur mörkum yfir eftir rúmlega klukkustund. Aðeins sjö mínútum síðar fór Caitlin Foord langt með að tryggja sigur gestanna með þriðja marki þeirra. Hún fylgdi þá eftir skoti sem Marckese hafði blakað í slánna. Madalyn Pokorny minnkaði muninn fyrir Köge eftir allskyns vandræði í vörn Arsenal. Pokorny gerði vel að komast ein gegn Lydiu Williams í marki Arsenal og afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Pokorny catches out Catley and scores HB Køge's first @UWCL goal https://t.co/stJCHQIfqa https://t.co/kK3fYSoewW pic.twitter.com/XJvC1iGaXb— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Anna Patten stöðvaði alla von heimakvenna um endurkomu með marki eftir frábæran sprett Foord þegar fimm mínútur lifðu leiks. Jordan Nobbs bætti svo við fimmta marki Arsenal skömmu síðar, staðan orðin 1-5 og reyndust það lokatölur leiksins. Barcelona er enn með fullt hús stiga í C-riðli, Arsenal er í 2. sæti með sex stig, Hoffenheim í 3. sæti með þrjú stig og Köge rekur svo lestina án stiga.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira