Aldrei fleiri börn með Covid-19: „Ég held að það þurfi að gera eitthvað áður en við siglum í strand“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. nóvember 2021 19:00 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Aldrei hafa fleiri börn verið í eftirliti Covid-19 göngudeildar Landspítalans en nú og enn annað met var slegið í gær þegar 178 greindust með veiruna innanlands. Sóttvarnalæknir segir að herða þurfi sóttvarnaaðgerðir til að fækka þeim sem greinast með kórónuveiruna. Þeim hefur fjölgað hratt síðustu dagana sem greinst hafa með veiruna. Nú eru 1.359 með kórónuveiruna og í eftirliti hjá Covid-19 göngudeild Landspítalans. Þar af eru 324 börn en mörg þeirra eru ekki bólusett þar sem bóluefni stendur börnunum ellefu ára og yngri ekki til boða. Hertar reglur vegna faraldursins tóku gildi í dag. Nú mega aðeins fimm hundruð manns koma saman og afgreiðslutími vínveitingastaða hefur verið styttur. Þar að auki tók grímuskylda aftur gildi síðustu helgi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að herða þurfir reglurnar frekar til að ná að draga úr útbreiðslu veirunnar. „Ég held að það sé full ástæða til að hafa áhyggjur af þróuninni og þessum veldisvexti sem er í greiningunum og þeirri stöðu sem við sjáum að við erum svona að missa tökin víða á faraldrinum eins og hann er og þá er í raun og veru ekki, að mínu mati, nema um eitt að ræða það er að reyna að herða tökin og reyna að beita þeim ráðum sem við höfum beitt áður til þess að ná smitunum niður í samfélaginu og það verður ekki gert nema með takmörkunum og vissulega geta einstaklingar hjálpað okkur með því að bæta sínar einstaklingsbundnu sóttvarnir en það virðist bara ekki hafa dugað til til þessa,“ segir Þórólfur. Fimmtán liggja nú á Landspítalanum með Covid-19 þar af eru þrír á gjörgæslu. Þá eru þrír með sjúkdóminn á Sjúkrahúsinu á Akureyri en einn þeirra er í öndunarvél. Þórólfur undirbýr nýtt minnisblað til heilbrigðisráðherra. „Mér finnst þróunin vera slæm og ég held að það þurfi að gera eitthvað áður en við siglum í strand.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki hægt að fækka smitum nema með frekari takmörkunum Full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af veldisvexti í greiningu kórónuveirusmitaðra undanfarna daga, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Hann segir ekki sé um að annað að ræða en að herða takmarkanir til þess að ná fjölda smitaðra niður. 10. nóvember 2021 11:29 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Þeim hefur fjölgað hratt síðustu dagana sem greinst hafa með veiruna. Nú eru 1.359 með kórónuveiruna og í eftirliti hjá Covid-19 göngudeild Landspítalans. Þar af eru 324 börn en mörg þeirra eru ekki bólusett þar sem bóluefni stendur börnunum ellefu ára og yngri ekki til boða. Hertar reglur vegna faraldursins tóku gildi í dag. Nú mega aðeins fimm hundruð manns koma saman og afgreiðslutími vínveitingastaða hefur verið styttur. Þar að auki tók grímuskylda aftur gildi síðustu helgi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að herða þurfir reglurnar frekar til að ná að draga úr útbreiðslu veirunnar. „Ég held að það sé full ástæða til að hafa áhyggjur af þróuninni og þessum veldisvexti sem er í greiningunum og þeirri stöðu sem við sjáum að við erum svona að missa tökin víða á faraldrinum eins og hann er og þá er í raun og veru ekki, að mínu mati, nema um eitt að ræða það er að reyna að herða tökin og reyna að beita þeim ráðum sem við höfum beitt áður til þess að ná smitunum niður í samfélaginu og það verður ekki gert nema með takmörkunum og vissulega geta einstaklingar hjálpað okkur með því að bæta sínar einstaklingsbundnu sóttvarnir en það virðist bara ekki hafa dugað til til þessa,“ segir Þórólfur. Fimmtán liggja nú á Landspítalanum með Covid-19 þar af eru þrír á gjörgæslu. Þá eru þrír með sjúkdóminn á Sjúkrahúsinu á Akureyri en einn þeirra er í öndunarvél. Þórólfur undirbýr nýtt minnisblað til heilbrigðisráðherra. „Mér finnst þróunin vera slæm og ég held að það þurfi að gera eitthvað áður en við siglum í strand.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki hægt að fækka smitum nema með frekari takmörkunum Full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af veldisvexti í greiningu kórónuveirusmitaðra undanfarna daga, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Hann segir ekki sé um að annað að ræða en að herða takmarkanir til þess að ná fjölda smitaðra niður. 10. nóvember 2021 11:29 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Ekki hægt að fækka smitum nema með frekari takmörkunum Full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af veldisvexti í greiningu kórónuveirusmitaðra undanfarna daga, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Hann segir ekki sé um að annað að ræða en að herða takmarkanir til þess að ná fjölda smitaðra niður. 10. nóvember 2021 11:29