Ekki hægt að fækka smitum nema með frekari takmörkunum Kjartan Kjartansson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 10. nóvember 2021 11:29 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er þungur á brún þessa dagana vegna mikillar fjölgunar smitaðra. Vísir/Vilhelm Full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af veldisvexti í greiningu kórónuveirusmitaðra undanfarna daga, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Hann segir ekki sé um að annað að ræða en að herða takmarkanir til þess að ná fjölda smitaðra niður. Hundrað sjötíu og átta manns greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi frá upphafi faraldursins. Þetta er í þriðja skiptið á hálfri viku sem slíkt met er slegið. Þórólfur segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af því hvort að takmarkanir sem tóku gildi í dag dugi til þess að keyra smitin nægilega niður til þess að heilbrigðiskerfið ráði við þau. Fimm hundruð manna samkomubann tók gildi á miðnætti og á laugardag. Fjórtán hundruð manns séu nú í einangrun með Covid-19 smit sem Þórólfur segir of mikið fyrir Covid-göngudeild Landspítalans að sinna. Þá sé daglegur fjöldi smitaðra erfiður fyrir rakningarteymi að halda í við. Erfitt sé að spá fyrir um framhaldið missi menn tökin á göngugeildinni eða smitrakningu. Fólk þurfi að vera undir það búið að smituðum haldi áfram að fjölga næstu daga. Ekki er um nema eitt að ræða ef menn missa tökin á faraldrinum, að mati Þórólfs: að herða tökin. Það verði ekki gert nema með frekari takmörkunum. „Að mínu mati fer að koma að því að það þurfi að leggja eitthvað til,“ segir Þórólfur spurður að því hvort hann sé með nýtt minnisblað til heilbirgðisráðherra í smíðum. Hann vill ekki segja hvenær hann gæti lagt fram slíkt minnisblað eða hvers konar aðgerðir. Þeir sem þurfa ekki á sjúkrahús geta samt glímt við langvarandi og alvarlegar afleiðingar Þrátt fyrir að stór hluti samfélagsins sé bólusettur og að bóluefni hjálpi til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi segir Þórólfur að enn komi upp veikindi sem kerfið ráði ekki við. Um helmingur þeirra sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19 sé bólusettur en það sé aðallega eldra fólk. Þó að bólusett fólk sé útskrifað fljótt af sjúkrahúsi þurfi það áfram að vera undir eftirliti. Þrátt fyrir að fólk þurfi ekki að leggjast inn sjúkrahús geti Covid-19 veikindi haft alvarlegar og langvarandi afleiðingar. Bendir Þórólfur á að yfirvöld hafi haft miklar áhyggjur af faraldrinum þegar á bilinu tíu til tuttugu manns greindust smitaðir á dag í fyrra. Þrátt fyrir útbreidda bólusetningu nú sé smitaðir tífalt fleiri en fyrir ári. Harðar aðgerðir hafi virkað vel þá en erfiðara verði að ná fjöldanum niður nú vegna þess hversu veiran er útbreidd. Það ætti þó að takast með sambærilegum aðgerðum við þær sem gripið var til í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Hundrað sjötíu og átta manns greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi frá upphafi faraldursins. Þetta er í þriðja skiptið á hálfri viku sem slíkt met er slegið. Þórólfur segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af því hvort að takmarkanir sem tóku gildi í dag dugi til þess að keyra smitin nægilega niður til þess að heilbrigðiskerfið ráði við þau. Fimm hundruð manna samkomubann tók gildi á miðnætti og á laugardag. Fjórtán hundruð manns séu nú í einangrun með Covid-19 smit sem Þórólfur segir of mikið fyrir Covid-göngudeild Landspítalans að sinna. Þá sé daglegur fjöldi smitaðra erfiður fyrir rakningarteymi að halda í við. Erfitt sé að spá fyrir um framhaldið missi menn tökin á göngugeildinni eða smitrakningu. Fólk þurfi að vera undir það búið að smituðum haldi áfram að fjölga næstu daga. Ekki er um nema eitt að ræða ef menn missa tökin á faraldrinum, að mati Þórólfs: að herða tökin. Það verði ekki gert nema með frekari takmörkunum. „Að mínu mati fer að koma að því að það þurfi að leggja eitthvað til,“ segir Þórólfur spurður að því hvort hann sé með nýtt minnisblað til heilbirgðisráðherra í smíðum. Hann vill ekki segja hvenær hann gæti lagt fram slíkt minnisblað eða hvers konar aðgerðir. Þeir sem þurfa ekki á sjúkrahús geta samt glímt við langvarandi og alvarlegar afleiðingar Þrátt fyrir að stór hluti samfélagsins sé bólusettur og að bóluefni hjálpi til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi segir Þórólfur að enn komi upp veikindi sem kerfið ráði ekki við. Um helmingur þeirra sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19 sé bólusettur en það sé aðallega eldra fólk. Þó að bólusett fólk sé útskrifað fljótt af sjúkrahúsi þurfi það áfram að vera undir eftirliti. Þrátt fyrir að fólk þurfi ekki að leggjast inn sjúkrahús geti Covid-19 veikindi haft alvarlegar og langvarandi afleiðingar. Bendir Þórólfur á að yfirvöld hafi haft miklar áhyggjur af faraldrinum þegar á bilinu tíu til tuttugu manns greindust smitaðir á dag í fyrra. Þrátt fyrir útbreidda bólusetningu nú sé smitaðir tífalt fleiri en fyrir ári. Harðar aðgerðir hafi virkað vel þá en erfiðara verði að ná fjöldanum niður nú vegna þess hversu veiran er útbreidd. Það ætti þó að takast með sambærilegum aðgerðum við þær sem gripið var til í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira