Innlent

Biðja íbúa Stöðvarfjarðar að sjóða neysluvatn

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Frá Stöðvarfirði.
Frá Stöðvarfirði. Vísir/Vilhelm

Íbúar á Stöðvarfirði eru beðnir um að sjóða allt neysluvatn, en talið er að kólígerlar gætu verið í neysluvatni í firðinum.

Til að gæta fyllsta öryggis biðlar Fjarðabyggð því til íbúa að sjóða allt vatn sem ætlað er til neyslu, þar til að endanleg niðurstaða úr mælingum liggur fyrir.

Fjarðabyggð greindi frá þessu á Facebook síðu sinni fyrr í dag.

Íbúar á Stöðvarfirði voru síðast beðnir um að sjóða neysluvatn í september síðastliðnum vegna mengunar, en tilmælin stóðu yfir í tæpa viku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×