Innlent

Fé­lags­bú­­staðir högnuðust um rúman milljarð á starf­semi sinni

Jakob Bjarnar skrifar
Gunnar Smári Egilsson segir það nánast glæpsamlegt að Félagsbústaðir skuli hagnast á fátæku fólki.
Gunnar Smári Egilsson segir það nánast glæpsamlegt að Félagsbústaðir skuli hagnast á fátæku fólki. Vísir

Gunnar Smári Egilsson sakar Félagsbústaði um það sem hann kallar næsta bæ við glæpsamlega starfsemi.

Gunnar Smári, sem nú hefur tekið til við að endurreisa leigjendasamtökin, skrifar grein sem hann birtir á Vísi þar sem hann beinir sjónum að starfsemi Félagsbústaða. Gunnar Smári fer hörðum orðum um það fyrirbæri.

„Þrátt fyrir að ætla mætti að Félagsbústaðir, sem halda utan um félagslegar leiguíbúðir Reykjavíkur, sé óhagnaðardrifið félag er mikill hagnaður af rekstrinum. Tekjuafgangur áður en kom að verðbreytingum lána og eigna var 1.068 milljónir króna í fyrra. Ef Félagsbústaðir væru reknir á núllinu mætti lækka leiguna sem þessu nemur, að meðaltali um 30 þús. kr. á mánuði til hverrar fjölskyldu,“ segir í grein Gunnars Smára.

Hann segir að fátæku fólki myndi muna um minna: „Leigjendur Félagsbústaða eru fátækasta fólkið í Reykjavík, fólk sem flest er á örorkubótum eða framfærslu borgarinnar, sem er enn lægri en örorkubætur. Það er nánast glæpsamlegt að rukka þetta fólk um hærri leigu en nauðsynlegt er.“


Tengdar fréttir

Fé­lags­bú­staðir okra á fá­tækum

Þrátt fyrir að ætla mætti að Félagsbústaðir, sem halda utan um félagslegar leiguíbúðir Reykjavíkur, sé óhagnaðardrifið félag er mikill hagnaður af rekstrinum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×