Iceland lofar að senda Daníel heim heilan heilsu í þetta sinn Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2021 14:00 Daníel Leó Grétarsson fékk höfuðhögg gegn Liechtenstein í október og varð að fara af velli. Hann þurfti að taka sér vikufrí heima á Englandi áður en hann gat byrjað að auka álagið smám saman á æfingum. vísir/vilhelm Breska matvöruverslanakeðjan Iceland var fljót að bregðast við óvenjulegum fyrirmælum varðandi íslenska landsliðsmanninn Daníel Leó Grétarsson. Daníel, sem er leikmaður Blackpool í ensku B-deildinni í fótbolta, var óvænt kallaður inn í íslenska landsliðshópinn í október eftir að Jón Guðni Fjóluson meiddist. Daníel spilaði svo fyrstu tvo keppnisleiki sína fyrir A-landsliðið og stóð sig vel en hann kom inn á í 1-1 jafntefli við Armeníu og byrjaði svo leikinn í 4-0 sigrinum gegn Liechtenstein. Í seinni leiknum varð hann að fara af velli eftir hálftíma vegna höfuðmeiðsla sem héldu honum svo frá æfingum og keppni með Blackpool um skamman tíma. Daníel var þó nokkuð fljótur að jafna sig og er á ný í landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu annað kvöld og Norður-Makedóníu á sunnudaginn. „Sendum hann til baka í góðu lagi“ Blackpool sagði frá því á Twitter að Daníel væri farinn til móts við Ísland og Tom, stuðningsmaður liðsins, sendi þá skilaboð á Iceland Foods sem svaraði um hæl.Skjáskot/Twitter Blackpool greindi frá því á Twitter að Daníel væri floginn af stað til móts við íslenska landsliðið og spaugsamur stuðningsmaður, Tom, sendi þá skilaboð til Iceland-verslanakeðjunnar þess efnis að í þetta sinn yrði Daníel að koma heill heilsu heim aftur. „Við sendum hann til baka í góðu lagi bara fyrir þig Tom,“ svaraði Ben, starfsmaður Iceland og tók þátt í gríninu fyrir fyrirtækið sem er með um 200.000 fylgjendur á Twitter. Daníel, sem er 26 ára Grindvíkingur, kom til Blackpool frá Aalesund í Noregi fyrir rúmu ári síðan. Hann lék 12 deildarleiki á síðustu leiktíð þegar Blackpool vann sig upp úr C-deildinni en biður enn eftir sínu fyrsta tækifæri í næstefstu deild Englands. Daníel á nú að baki 3 A-landsleiki eftir að hafa þreytt frumraun sína í 1-0 sigri gegn Kanada í vináttulandsleik í janúar 2020. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Deilu Íslands og Iceland Foods ekki lokið Deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er ekki lokið. Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópu er með málið til umfjöllunar eftir að breska verslunarkeðjan áfrýjaði á síðasta ári úrskurði sem féll Íslandi í vil árið 2019. 2. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Daníel, sem er leikmaður Blackpool í ensku B-deildinni í fótbolta, var óvænt kallaður inn í íslenska landsliðshópinn í október eftir að Jón Guðni Fjóluson meiddist. Daníel spilaði svo fyrstu tvo keppnisleiki sína fyrir A-landsliðið og stóð sig vel en hann kom inn á í 1-1 jafntefli við Armeníu og byrjaði svo leikinn í 4-0 sigrinum gegn Liechtenstein. Í seinni leiknum varð hann að fara af velli eftir hálftíma vegna höfuðmeiðsla sem héldu honum svo frá æfingum og keppni með Blackpool um skamman tíma. Daníel var þó nokkuð fljótur að jafna sig og er á ný í landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu annað kvöld og Norður-Makedóníu á sunnudaginn. „Sendum hann til baka í góðu lagi“ Blackpool sagði frá því á Twitter að Daníel væri farinn til móts við Ísland og Tom, stuðningsmaður liðsins, sendi þá skilaboð á Iceland Foods sem svaraði um hæl.Skjáskot/Twitter Blackpool greindi frá því á Twitter að Daníel væri floginn af stað til móts við íslenska landsliðið og spaugsamur stuðningsmaður, Tom, sendi þá skilaboð til Iceland-verslanakeðjunnar þess efnis að í þetta sinn yrði Daníel að koma heill heilsu heim aftur. „Við sendum hann til baka í góðu lagi bara fyrir þig Tom,“ svaraði Ben, starfsmaður Iceland og tók þátt í gríninu fyrir fyrirtækið sem er með um 200.000 fylgjendur á Twitter. Daníel, sem er 26 ára Grindvíkingur, kom til Blackpool frá Aalesund í Noregi fyrir rúmu ári síðan. Hann lék 12 deildarleiki á síðustu leiktíð þegar Blackpool vann sig upp úr C-deildinni en biður enn eftir sínu fyrsta tækifæri í næstefstu deild Englands. Daníel á nú að baki 3 A-landsleiki eftir að hafa þreytt frumraun sína í 1-0 sigri gegn Kanada í vináttulandsleik í janúar 2020.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Deilu Íslands og Iceland Foods ekki lokið Deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er ekki lokið. Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópu er með málið til umfjöllunar eftir að breska verslunarkeðjan áfrýjaði á síðasta ári úrskurði sem féll Íslandi í vil árið 2019. 2. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Deilu Íslands og Iceland Foods ekki lokið Deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er ekki lokið. Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópu er með málið til umfjöllunar eftir að breska verslunarkeðjan áfrýjaði á síðasta ári úrskurði sem féll Íslandi í vil árið 2019. 2. nóvember 2021 09:00