Bandarískur blaðamaður ákærður fyrir undirróður og hryðjuverk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2021 10:14 Fenster hefur setið í fangelsi í Mjanmar í fimm mánuði. AP Bandarískur blaðamaður hefur verið ákærður fyrir uppreisnaráróður og hryðjuverk í Mjanmar. Blaðamaðurinn var handtekinn í maí þegar hann reyndi að flýja landið en hefur verið í haldi hersins síðan þá. Ákærurnar setja nokkuð stórt strik í reikninginn fyrir Bandaríkin, sem hafa reynt að fá blaðamanninn, Danny Fenster, leystan úr haldi og sendan aftur heim til Bandaríkjanna. Fenster, sem er 37 ára gamall, var ritstjóri sjálfstæða fréttavefmiðilsins Frontier Myanmar áður en hann var handtekinn. Óvíst er hvað nákvæmlega felst í þessum ákærum, fyrir hvaða brot hann er raunverulega ákærður. Verði Fenster sakfelldur fyrir hina meintu glæpi gæti hann átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi fyrir hryðjuverkin meintu og tuttugu ára fangelsi fyrir áróðurinn. „Við skiljum ekki hvers vegna fleiri ákærum var bætt við og það er alls ekki gott,“ sagði Than Zaw Aung, lögmaður Fensters, í samtali við Reuters. „Danny er mjög svekktur og sorgmæddur að ákærum gegn honum hafi verið bætt við.“ Bandaríkjastjórn hefur undanfarna mánuði reynt að fá Fenter leystan úr haldi en hann var upprunalega ákærður fyrir undirróður og fleiri brot. Honum er haldið föngum í hinu alræmda Insein fangelsi í Yangon. Nýverið leysti herforingjastjórnin þúsundir úr haldi, sem höfðu verið handsamaðir eftir mótmæli gegn stjórninni eftir valdatöku hennar í vor. Meðal þeirra voru frétta- og blaðamenn en Fenster var ekki í þeim hópi. Herforingjastjórnin hefur hert tökin á frjálsri fjölmiðlun verulega frá valdatöku hennar. Hún hefur dregið til baka heimildir fréttamiðla til að starfa, bannað ýmsar vefsíður og dregið úr heimildum til útsendinga. Þá hafa tugir blaðamanna verið handteknir síðan herforingjastjórnin tók völd þann 1. febrúar. Mjanmar Bandaríkin Tengdar fréttir Sendifulltrúar Sameinuðu þjóðanna sakaðir um lygar af herforingjastjórninni Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur sakað sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna hafi notað óáreiðanlegar heimildir og brotið á fullveldi ríkisins í skýrslu sem þeir unnu fyrir alþjóðastofnunina. 25. október 2021 10:03 Herforingjastjórnin ætli að sleppa 5.600 stjórnarandstæðingum lausum Herforingjastjórnin í Mjanmar segist ætla að sleppa 5.600 pólitískum föngum lausum. Þetta var tilkynnt aðeins dögum eftir að yfirherforingjanum var meinað að mæta á leiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja fyrir að takast ekki að koma á friði í landinu. 18. október 2021 13:47 Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira
Ákærurnar setja nokkuð stórt strik í reikninginn fyrir Bandaríkin, sem hafa reynt að fá blaðamanninn, Danny Fenster, leystan úr haldi og sendan aftur heim til Bandaríkjanna. Fenster, sem er 37 ára gamall, var ritstjóri sjálfstæða fréttavefmiðilsins Frontier Myanmar áður en hann var handtekinn. Óvíst er hvað nákvæmlega felst í þessum ákærum, fyrir hvaða brot hann er raunverulega ákærður. Verði Fenster sakfelldur fyrir hina meintu glæpi gæti hann átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi fyrir hryðjuverkin meintu og tuttugu ára fangelsi fyrir áróðurinn. „Við skiljum ekki hvers vegna fleiri ákærum var bætt við og það er alls ekki gott,“ sagði Than Zaw Aung, lögmaður Fensters, í samtali við Reuters. „Danny er mjög svekktur og sorgmæddur að ákærum gegn honum hafi verið bætt við.“ Bandaríkjastjórn hefur undanfarna mánuði reynt að fá Fenter leystan úr haldi en hann var upprunalega ákærður fyrir undirróður og fleiri brot. Honum er haldið föngum í hinu alræmda Insein fangelsi í Yangon. Nýverið leysti herforingjastjórnin þúsundir úr haldi, sem höfðu verið handsamaðir eftir mótmæli gegn stjórninni eftir valdatöku hennar í vor. Meðal þeirra voru frétta- og blaðamenn en Fenster var ekki í þeim hópi. Herforingjastjórnin hefur hert tökin á frjálsri fjölmiðlun verulega frá valdatöku hennar. Hún hefur dregið til baka heimildir fréttamiðla til að starfa, bannað ýmsar vefsíður og dregið úr heimildum til útsendinga. Þá hafa tugir blaðamanna verið handteknir síðan herforingjastjórnin tók völd þann 1. febrúar.
Mjanmar Bandaríkin Tengdar fréttir Sendifulltrúar Sameinuðu þjóðanna sakaðir um lygar af herforingjastjórninni Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur sakað sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna hafi notað óáreiðanlegar heimildir og brotið á fullveldi ríkisins í skýrslu sem þeir unnu fyrir alþjóðastofnunina. 25. október 2021 10:03 Herforingjastjórnin ætli að sleppa 5.600 stjórnarandstæðingum lausum Herforingjastjórnin í Mjanmar segist ætla að sleppa 5.600 pólitískum föngum lausum. Þetta var tilkynnt aðeins dögum eftir að yfirherforingjanum var meinað að mæta á leiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja fyrir að takast ekki að koma á friði í landinu. 18. október 2021 13:47 Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira
Sendifulltrúar Sameinuðu þjóðanna sakaðir um lygar af herforingjastjórninni Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur sakað sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna hafi notað óáreiðanlegar heimildir og brotið á fullveldi ríkisins í skýrslu sem þeir unnu fyrir alþjóðastofnunina. 25. október 2021 10:03
Herforingjastjórnin ætli að sleppa 5.600 stjórnarandstæðingum lausum Herforingjastjórnin í Mjanmar segist ætla að sleppa 5.600 pólitískum föngum lausum. Þetta var tilkynnt aðeins dögum eftir að yfirherforingjanum var meinað að mæta á leiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja fyrir að takast ekki að koma á friði í landinu. 18. október 2021 13:47
Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48