Ætla aftur í Borgarnes að skoða atkvæðin betur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. nóvember 2021 18:58 Birgir Ármannsson er formaður undirbúningskjörbréfanefndar. vísir/sigurjón Undirbúningskjörbréfanefnd ætlar aftur í vettvangsferð í Borgarnes, helst strax í þessari viku, til að fara aftur yfir frágang kjörgagna. Formaður nefndarinnar vill ekki gera grein fyrir því hvaða atriði þurfi að skoða nánar. Nefndin hefur fundað yfir tuttugu sinnum á þeim sex vikum sem liðnar eru frá kosningum. Við vettvangsferð sem farin var í Borgarnes fyrir þremur vikum kom í ljós við yfirferð bunka auðra atkvæða að þar leyndist atkvæði sem hefði átt að teljast gilt og tilheyra Framsóknarflokknum. Nú vill nefndin fara aftur í slíka ferð til að skoða kjörgögnin enn betur. Óljóst hvað eigi að skoða „Við höfum gert þetta tvisvar áður og þurfum að staðfesta ákveðna hluti sem við erum að velta fyrir okkur,“ segir Birgir. Hvaða hlutir eru það? „Nei, við erum svo sem ekkert að fara nánar út í það sko. Við erum hins vegar bara í því að vera að velta fyrir okkur ýmsum öngum á þessu máli og það að fara í Borgarnes einu sinni í viðbót, það er bara partur af því.“ Heimildir fréttastofu herma að þar sé sérstaklega verið að horfa til flokkunar atkvæða og hvernig henni var háttað. Undirbúningsnefnd hefur fundað rúmlega tuttugu sinnum vegna endurtalningarinnar í Norðvesturkjördæmi.vísir/vilhelm Þar sé mögulega til skoðunar að skoða aftur alla bunka og sjá hvort fleiri bunkar innihaldi atkvæði sem eiga heima annars staðar. Birgir vill ekki staðfesta þetta. „Ég ætla ekkert að fara nánar út í það. Ég meina, þegar við erum búin að tékka af þessa hluti þá munum við gera fundargerð sem verður síðan birt, eins og við höfum gert í fyrri tilvikum,“ segir hann. Tímapressa á nefndinni Forsætisráðherra hefur gefið það út að stjórnarsáttmáli áframhaldandi ríkisstjórnar muni ekki vera kynntur fyrr en vafa um mögulega uppkosningu hefur verið eytt. Það veltur því á nefndinni hvenær ný ríkisstjórn verður mynduð og þing kallað saman á ný. „Við auðvitað gerum okkur grein fyrir því að verkefni okkar er þess eðlis að því þarf að ljúka eins fljótt og hægt er en á hinn bóginn er mikilvægt fyrir okkur líka að vanda til verka þannig að við viljum ekki skilja eftir einhverja lausa enda þar sem við getum hugsanlega hnýtt þá,“ segir Birgir. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Borgarbyggð Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Nefndin hefur fundað yfir tuttugu sinnum á þeim sex vikum sem liðnar eru frá kosningum. Við vettvangsferð sem farin var í Borgarnes fyrir þremur vikum kom í ljós við yfirferð bunka auðra atkvæða að þar leyndist atkvæði sem hefði átt að teljast gilt og tilheyra Framsóknarflokknum. Nú vill nefndin fara aftur í slíka ferð til að skoða kjörgögnin enn betur. Óljóst hvað eigi að skoða „Við höfum gert þetta tvisvar áður og þurfum að staðfesta ákveðna hluti sem við erum að velta fyrir okkur,“ segir Birgir. Hvaða hlutir eru það? „Nei, við erum svo sem ekkert að fara nánar út í það sko. Við erum hins vegar bara í því að vera að velta fyrir okkur ýmsum öngum á þessu máli og það að fara í Borgarnes einu sinni í viðbót, það er bara partur af því.“ Heimildir fréttastofu herma að þar sé sérstaklega verið að horfa til flokkunar atkvæða og hvernig henni var háttað. Undirbúningsnefnd hefur fundað rúmlega tuttugu sinnum vegna endurtalningarinnar í Norðvesturkjördæmi.vísir/vilhelm Þar sé mögulega til skoðunar að skoða aftur alla bunka og sjá hvort fleiri bunkar innihaldi atkvæði sem eiga heima annars staðar. Birgir vill ekki staðfesta þetta. „Ég ætla ekkert að fara nánar út í það. Ég meina, þegar við erum búin að tékka af þessa hluti þá munum við gera fundargerð sem verður síðan birt, eins og við höfum gert í fyrri tilvikum,“ segir hann. Tímapressa á nefndinni Forsætisráðherra hefur gefið það út að stjórnarsáttmáli áframhaldandi ríkisstjórnar muni ekki vera kynntur fyrr en vafa um mögulega uppkosningu hefur verið eytt. Það veltur því á nefndinni hvenær ný ríkisstjórn verður mynduð og þing kallað saman á ný. „Við auðvitað gerum okkur grein fyrir því að verkefni okkar er þess eðlis að því þarf að ljúka eins fljótt og hægt er en á hinn bóginn er mikilvægt fyrir okkur líka að vanda til verka þannig að við viljum ekki skilja eftir einhverja lausa enda þar sem við getum hugsanlega hnýtt þá,“ segir Birgir.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Borgarbyggð Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira