Fótbolti

Sjáðu vítið sem Patrik varði á móti Mjöndalen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Landsliðsmarkvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson er á láni hjá Viking.
Landsliðsmarkvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson er á láni hjá Viking. Getty/Matthew Ashton

Patrik Sigurður Gunnarsson er kominn til móts við íslenska landsliðshópinn í Rúmeníu þar sem íslensku strákarnir eru að undirbúa sig fyrir leik á móti Rúmeníu í undankeppni HM. Patrik ætti að koma fullur sjálfstrausts til móts við landsliðið eftir frábæra frammistöðu um helgina.

Patrik tryggði þá öðrum fremur Viking sigur á Mjöndalen í norsku úrvalsdeildinni með því að halda marki sínu hreinu.

Næst komust leikmenn Mjöndalen að skora þegar þeir fengu vítaspyrnu á 73. mínútu. Patrik varði hins vegar vítaspyrnu Christian Gauseth á glæsilegan hátt eins og sjá má hér fyrir neðan.

Þetta gaf Viking liðinu síðan tækifæri á að tryggja sér sigurinn og það gerði Veton Berisha með marki úr vítaspyrnu á þriðju mínútu í uppbótatíma.

Patrik hafði misst sæti sitt í byrjunarliðinu eftir að hann fékk rautt spjald í leik á móti Sandefjord í byrjun október. Patrik var ekki með í næstu fjórum leikjum liðsins en kom aftur inn fyrir leikinn um helgina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.