Arnar sendir klúbbunum tóninn: Þetta var ekkert persónulegt á móti Gulla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2021 10:01 Guðlaugur Victor Pálsson hefur verið með fyrirliðabandið hjá þýska liðinu Schalke 04 en var einnig að spila mikilvægt hlutverk á miðju íslenska landsliðsins. Samsett/Getty/Roland Krivec&Alex Grimm Arnar Þór Viðarsson sendir erlendum félögum skýr skilaboð þegar kemur að tilraunum þeirra til að reyna að taka leikmenn frá íslenska landsliðinu í miðju verkefni. Arnar missti Guðlaug Victor Pálsson fyrir lokaleikinn í síðasta landsliðsglugga þar sem þýska félagið Schalke 04 vildi fá hann fyrr til baka. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Arnar um mál Guðlaugs Victors og þar kemur fram að hann hafi ætlað að velja miðjumanninn í hópinn fyrir komandi leiki. Guðlaugur Victor er hins vegar ekki með af því hann fékk leyfi til að vera með syni sínum sem er frá Kanada en er nú á ferðinni í Evrópu. „Allir þessi leikmenn hafa mjög mikla ástríðu fyrir íslenska landsliðinu. Við verðum að búa til stemningu og orku aftur. Við plöntuðum fyrstu fræjunum í síðasta mánuði og það er þangað sem við viljum fara. Við viljum að leikmenn komi í landsliðið og séu ekki bara hundrað prósent heldur „all in“ í allt og öllu. Það er eitthvað sem snýr ekki bara að leikmönnum,“ sagði Arnar Þór við Svövu. Klippa: Arnar Þór: Ég á rétt á leikmönnunum „Við lendum í því í síðasta mánuði að Guðlaugur Victor fer heim. Það er mjög erfitt fyrir leikmenn þegar þeir eru settir undir pressu frá félögunum sínum. Við verðum að gera félögunum grein fyrir því að þetta er ekkert í boði frá okkur. Það eru ákveðnar reglur hjá UEFA og FIFA og við eigum rétt á því að fá leikmennina. Við gerum ekki samþykkt það að félögin séu að narta í þá á meðan þeir eru hjá okkur. Þetta getur gerst einu sinni en þetta er ekki eitthvað sem við ætlum að hafa sem einhverja vinnureglu í framtíðinni. Það er alveg ljóst,“ sagði Arnar Þór. „Við hefðum valið Gulla núna. Þetta var ekkert persónulegt á móti Gulla. Ég er búinn að eiga mjög góð samtöl við Gulla síðan,“ sagði Arnar. „Það eina sem er í þessu er það sem ég var að reyna að útskýra áðan. Gulli var settur í þá stöðu að þurfa velja en hann á ekki að vera settur í þá stöðu. Ef hann er settur í þá stöðu þá er ég líka settur í þá stöðu sem landsliðsþjálfari. Ég verð að sýna það að ég er ekki að fara niður þann veg að hleypa mínum leikmönnum í burtu, hvenær sem klúbbunum sýnist svo að leikirnir séu ekki nógu mikilvægir þannig að þeir geti kallað leikmennina til baka,“ sagði Arnar. „Ég á rétt á leikmönnunum og ég vil nota þá þegar þeir eru hjá mér. Gulli lendir í því að vera á milli steins og sleggju og verður svolítið fórnarlamb þess að ég þarf að sýna líka að klúbbarnir megi reyna þetta aftur en leikmennirnir þurfa að vita það að þetta er ekki í boði,“ sagði Arnar. Það má sjá hluta úr viðtalinu hér fyrir ofan. HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Sjá meira
Arnar missti Guðlaug Victor Pálsson fyrir lokaleikinn í síðasta landsliðsglugga þar sem þýska félagið Schalke 04 vildi fá hann fyrr til baka. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Arnar um mál Guðlaugs Victors og þar kemur fram að hann hafi ætlað að velja miðjumanninn í hópinn fyrir komandi leiki. Guðlaugur Victor er hins vegar ekki með af því hann fékk leyfi til að vera með syni sínum sem er frá Kanada en er nú á ferðinni í Evrópu. „Allir þessi leikmenn hafa mjög mikla ástríðu fyrir íslenska landsliðinu. Við verðum að búa til stemningu og orku aftur. Við plöntuðum fyrstu fræjunum í síðasta mánuði og það er þangað sem við viljum fara. Við viljum að leikmenn komi í landsliðið og séu ekki bara hundrað prósent heldur „all in“ í allt og öllu. Það er eitthvað sem snýr ekki bara að leikmönnum,“ sagði Arnar Þór við Svövu. Klippa: Arnar Þór: Ég á rétt á leikmönnunum „Við lendum í því í síðasta mánuði að Guðlaugur Victor fer heim. Það er mjög erfitt fyrir leikmenn þegar þeir eru settir undir pressu frá félögunum sínum. Við verðum að gera félögunum grein fyrir því að þetta er ekkert í boði frá okkur. Það eru ákveðnar reglur hjá UEFA og FIFA og við eigum rétt á því að fá leikmennina. Við gerum ekki samþykkt það að félögin séu að narta í þá á meðan þeir eru hjá okkur. Þetta getur gerst einu sinni en þetta er ekki eitthvað sem við ætlum að hafa sem einhverja vinnureglu í framtíðinni. Það er alveg ljóst,“ sagði Arnar Þór. „Við hefðum valið Gulla núna. Þetta var ekkert persónulegt á móti Gulla. Ég er búinn að eiga mjög góð samtöl við Gulla síðan,“ sagði Arnar. „Það eina sem er í þessu er það sem ég var að reyna að útskýra áðan. Gulli var settur í þá stöðu að þurfa velja en hann á ekki að vera settur í þá stöðu. Ef hann er settur í þá stöðu þá er ég líka settur í þá stöðu sem landsliðsþjálfari. Ég verð að sýna það að ég er ekki að fara niður þann veg að hleypa mínum leikmönnum í burtu, hvenær sem klúbbunum sýnist svo að leikirnir séu ekki nógu mikilvægir þannig að þeir geti kallað leikmennina til baka,“ sagði Arnar. „Ég á rétt á leikmönnunum og ég vil nota þá þegar þeir eru hjá mér. Gulli lendir í því að vera á milli steins og sleggju og verður svolítið fórnarlamb þess að ég þarf að sýna líka að klúbbarnir megi reyna þetta aftur en leikmennirnir þurfa að vita það að þetta er ekki í boði,“ sagði Arnar. Það má sjá hluta úr viðtalinu hér fyrir ofan.
HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti