Arnar sendir klúbbunum tóninn: Þetta var ekkert persónulegt á móti Gulla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2021 10:01 Guðlaugur Victor Pálsson hefur verið með fyrirliðabandið hjá þýska liðinu Schalke 04 en var einnig að spila mikilvægt hlutverk á miðju íslenska landsliðsins. Samsett/Getty/Roland Krivec&Alex Grimm Arnar Þór Viðarsson sendir erlendum félögum skýr skilaboð þegar kemur að tilraunum þeirra til að reyna að taka leikmenn frá íslenska landsliðinu í miðju verkefni. Arnar missti Guðlaug Victor Pálsson fyrir lokaleikinn í síðasta landsliðsglugga þar sem þýska félagið Schalke 04 vildi fá hann fyrr til baka. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Arnar um mál Guðlaugs Victors og þar kemur fram að hann hafi ætlað að velja miðjumanninn í hópinn fyrir komandi leiki. Guðlaugur Victor er hins vegar ekki með af því hann fékk leyfi til að vera með syni sínum sem er frá Kanada en er nú á ferðinni í Evrópu. „Allir þessi leikmenn hafa mjög mikla ástríðu fyrir íslenska landsliðinu. Við verðum að búa til stemningu og orku aftur. Við plöntuðum fyrstu fræjunum í síðasta mánuði og það er þangað sem við viljum fara. Við viljum að leikmenn komi í landsliðið og séu ekki bara hundrað prósent heldur „all in“ í allt og öllu. Það er eitthvað sem snýr ekki bara að leikmönnum,“ sagði Arnar Þór við Svövu. Klippa: Arnar Þór: Ég á rétt á leikmönnunum „Við lendum í því í síðasta mánuði að Guðlaugur Victor fer heim. Það er mjög erfitt fyrir leikmenn þegar þeir eru settir undir pressu frá félögunum sínum. Við verðum að gera félögunum grein fyrir því að þetta er ekkert í boði frá okkur. Það eru ákveðnar reglur hjá UEFA og FIFA og við eigum rétt á því að fá leikmennina. Við gerum ekki samþykkt það að félögin séu að narta í þá á meðan þeir eru hjá okkur. Þetta getur gerst einu sinni en þetta er ekki eitthvað sem við ætlum að hafa sem einhverja vinnureglu í framtíðinni. Það er alveg ljóst,“ sagði Arnar Þór. „Við hefðum valið Gulla núna. Þetta var ekkert persónulegt á móti Gulla. Ég er búinn að eiga mjög góð samtöl við Gulla síðan,“ sagði Arnar. „Það eina sem er í þessu er það sem ég var að reyna að útskýra áðan. Gulli var settur í þá stöðu að þurfa velja en hann á ekki að vera settur í þá stöðu. Ef hann er settur í þá stöðu þá er ég líka settur í þá stöðu sem landsliðsþjálfari. Ég verð að sýna það að ég er ekki að fara niður þann veg að hleypa mínum leikmönnum í burtu, hvenær sem klúbbunum sýnist svo að leikirnir séu ekki nógu mikilvægir þannig að þeir geti kallað leikmennina til baka,“ sagði Arnar. „Ég á rétt á leikmönnunum og ég vil nota þá þegar þeir eru hjá mér. Gulli lendir í því að vera á milli steins og sleggju og verður svolítið fórnarlamb þess að ég þarf að sýna líka að klúbbarnir megi reyna þetta aftur en leikmennirnir þurfa að vita það að þetta er ekki í boði,“ sagði Arnar. Það má sjá hluta úr viðtalinu hér fyrir ofan. HM 2022 í Katar Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Arnar missti Guðlaug Victor Pálsson fyrir lokaleikinn í síðasta landsliðsglugga þar sem þýska félagið Schalke 04 vildi fá hann fyrr til baka. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Arnar um mál Guðlaugs Victors og þar kemur fram að hann hafi ætlað að velja miðjumanninn í hópinn fyrir komandi leiki. Guðlaugur Victor er hins vegar ekki með af því hann fékk leyfi til að vera með syni sínum sem er frá Kanada en er nú á ferðinni í Evrópu. „Allir þessi leikmenn hafa mjög mikla ástríðu fyrir íslenska landsliðinu. Við verðum að búa til stemningu og orku aftur. Við plöntuðum fyrstu fræjunum í síðasta mánuði og það er þangað sem við viljum fara. Við viljum að leikmenn komi í landsliðið og séu ekki bara hundrað prósent heldur „all in“ í allt og öllu. Það er eitthvað sem snýr ekki bara að leikmönnum,“ sagði Arnar Þór við Svövu. Klippa: Arnar Þór: Ég á rétt á leikmönnunum „Við lendum í því í síðasta mánuði að Guðlaugur Victor fer heim. Það er mjög erfitt fyrir leikmenn þegar þeir eru settir undir pressu frá félögunum sínum. Við verðum að gera félögunum grein fyrir því að þetta er ekkert í boði frá okkur. Það eru ákveðnar reglur hjá UEFA og FIFA og við eigum rétt á því að fá leikmennina. Við gerum ekki samþykkt það að félögin séu að narta í þá á meðan þeir eru hjá okkur. Þetta getur gerst einu sinni en þetta er ekki eitthvað sem við ætlum að hafa sem einhverja vinnureglu í framtíðinni. Það er alveg ljóst,“ sagði Arnar Þór. „Við hefðum valið Gulla núna. Þetta var ekkert persónulegt á móti Gulla. Ég er búinn að eiga mjög góð samtöl við Gulla síðan,“ sagði Arnar. „Það eina sem er í þessu er það sem ég var að reyna að útskýra áðan. Gulli var settur í þá stöðu að þurfa velja en hann á ekki að vera settur í þá stöðu. Ef hann er settur í þá stöðu þá er ég líka settur í þá stöðu sem landsliðsþjálfari. Ég verð að sýna það að ég er ekki að fara niður þann veg að hleypa mínum leikmönnum í burtu, hvenær sem klúbbunum sýnist svo að leikirnir séu ekki nógu mikilvægir þannig að þeir geti kallað leikmennina til baka,“ sagði Arnar. „Ég á rétt á leikmönnunum og ég vil nota þá þegar þeir eru hjá mér. Gulli lendir í því að vera á milli steins og sleggju og verður svolítið fórnarlamb þess að ég þarf að sýna líka að klúbbarnir megi reyna þetta aftur en leikmennirnir þurfa að vita það að þetta er ekki í boði,“ sagði Arnar. Það má sjá hluta úr viðtalinu hér fyrir ofan.
HM 2022 í Katar Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira