Arnar sendir klúbbunum tóninn: Þetta var ekkert persónulegt á móti Gulla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2021 10:01 Guðlaugur Victor Pálsson hefur verið með fyrirliðabandið hjá þýska liðinu Schalke 04 en var einnig að spila mikilvægt hlutverk á miðju íslenska landsliðsins. Samsett/Getty/Roland Krivec&Alex Grimm Arnar Þór Viðarsson sendir erlendum félögum skýr skilaboð þegar kemur að tilraunum þeirra til að reyna að taka leikmenn frá íslenska landsliðinu í miðju verkefni. Arnar missti Guðlaug Victor Pálsson fyrir lokaleikinn í síðasta landsliðsglugga þar sem þýska félagið Schalke 04 vildi fá hann fyrr til baka. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Arnar um mál Guðlaugs Victors og þar kemur fram að hann hafi ætlað að velja miðjumanninn í hópinn fyrir komandi leiki. Guðlaugur Victor er hins vegar ekki með af því hann fékk leyfi til að vera með syni sínum sem er frá Kanada en er nú á ferðinni í Evrópu. „Allir þessi leikmenn hafa mjög mikla ástríðu fyrir íslenska landsliðinu. Við verðum að búa til stemningu og orku aftur. Við plöntuðum fyrstu fræjunum í síðasta mánuði og það er þangað sem við viljum fara. Við viljum að leikmenn komi í landsliðið og séu ekki bara hundrað prósent heldur „all in“ í allt og öllu. Það er eitthvað sem snýr ekki bara að leikmönnum,“ sagði Arnar Þór við Svövu. Klippa: Arnar Þór: Ég á rétt á leikmönnunum „Við lendum í því í síðasta mánuði að Guðlaugur Victor fer heim. Það er mjög erfitt fyrir leikmenn þegar þeir eru settir undir pressu frá félögunum sínum. Við verðum að gera félögunum grein fyrir því að þetta er ekkert í boði frá okkur. Það eru ákveðnar reglur hjá UEFA og FIFA og við eigum rétt á því að fá leikmennina. Við gerum ekki samþykkt það að félögin séu að narta í þá á meðan þeir eru hjá okkur. Þetta getur gerst einu sinni en þetta er ekki eitthvað sem við ætlum að hafa sem einhverja vinnureglu í framtíðinni. Það er alveg ljóst,“ sagði Arnar Þór. „Við hefðum valið Gulla núna. Þetta var ekkert persónulegt á móti Gulla. Ég er búinn að eiga mjög góð samtöl við Gulla síðan,“ sagði Arnar. „Það eina sem er í þessu er það sem ég var að reyna að útskýra áðan. Gulli var settur í þá stöðu að þurfa velja en hann á ekki að vera settur í þá stöðu. Ef hann er settur í þá stöðu þá er ég líka settur í þá stöðu sem landsliðsþjálfari. Ég verð að sýna það að ég er ekki að fara niður þann veg að hleypa mínum leikmönnum í burtu, hvenær sem klúbbunum sýnist svo að leikirnir séu ekki nógu mikilvægir þannig að þeir geti kallað leikmennina til baka,“ sagði Arnar. „Ég á rétt á leikmönnunum og ég vil nota þá þegar þeir eru hjá mér. Gulli lendir í því að vera á milli steins og sleggju og verður svolítið fórnarlamb þess að ég þarf að sýna líka að klúbbarnir megi reyna þetta aftur en leikmennirnir þurfa að vita það að þetta er ekki í boði,“ sagði Arnar. Það má sjá hluta úr viðtalinu hér fyrir ofan. HM 2022 í Katar Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Arnar missti Guðlaug Victor Pálsson fyrir lokaleikinn í síðasta landsliðsglugga þar sem þýska félagið Schalke 04 vildi fá hann fyrr til baka. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Arnar um mál Guðlaugs Victors og þar kemur fram að hann hafi ætlað að velja miðjumanninn í hópinn fyrir komandi leiki. Guðlaugur Victor er hins vegar ekki með af því hann fékk leyfi til að vera með syni sínum sem er frá Kanada en er nú á ferðinni í Evrópu. „Allir þessi leikmenn hafa mjög mikla ástríðu fyrir íslenska landsliðinu. Við verðum að búa til stemningu og orku aftur. Við plöntuðum fyrstu fræjunum í síðasta mánuði og það er þangað sem við viljum fara. Við viljum að leikmenn komi í landsliðið og séu ekki bara hundrað prósent heldur „all in“ í allt og öllu. Það er eitthvað sem snýr ekki bara að leikmönnum,“ sagði Arnar Þór við Svövu. Klippa: Arnar Þór: Ég á rétt á leikmönnunum „Við lendum í því í síðasta mánuði að Guðlaugur Victor fer heim. Það er mjög erfitt fyrir leikmenn þegar þeir eru settir undir pressu frá félögunum sínum. Við verðum að gera félögunum grein fyrir því að þetta er ekkert í boði frá okkur. Það eru ákveðnar reglur hjá UEFA og FIFA og við eigum rétt á því að fá leikmennina. Við gerum ekki samþykkt það að félögin séu að narta í þá á meðan þeir eru hjá okkur. Þetta getur gerst einu sinni en þetta er ekki eitthvað sem við ætlum að hafa sem einhverja vinnureglu í framtíðinni. Það er alveg ljóst,“ sagði Arnar Þór. „Við hefðum valið Gulla núna. Þetta var ekkert persónulegt á móti Gulla. Ég er búinn að eiga mjög góð samtöl við Gulla síðan,“ sagði Arnar. „Það eina sem er í þessu er það sem ég var að reyna að útskýra áðan. Gulli var settur í þá stöðu að þurfa velja en hann á ekki að vera settur í þá stöðu. Ef hann er settur í þá stöðu þá er ég líka settur í þá stöðu sem landsliðsþjálfari. Ég verð að sýna það að ég er ekki að fara niður þann veg að hleypa mínum leikmönnum í burtu, hvenær sem klúbbunum sýnist svo að leikirnir séu ekki nógu mikilvægir þannig að þeir geti kallað leikmennina til baka,“ sagði Arnar. „Ég á rétt á leikmönnunum og ég vil nota þá þegar þeir eru hjá mér. Gulli lendir í því að vera á milli steins og sleggju og verður svolítið fórnarlamb þess að ég þarf að sýna líka að klúbbarnir megi reyna þetta aftur en leikmennirnir þurfa að vita það að þetta er ekki í boði,“ sagði Arnar. Það má sjá hluta úr viðtalinu hér fyrir ofan.
HM 2022 í Katar Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira