Innlent

Þjóð­skjala­safn segir þörf á á­taki í varð­veislu raf­rænna gagna hjá Þjóð­kirkjunni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Átaks er þörf í varðveislu tölvupósts hjá kirkjunni.
Átaks er þörf í varðveislu tölvupósts hjá kirkjunni. Vísir/Vilhelm

Um 70 prósent prestakalla skrá ekki niður erindi sem þeim berast og þá er átaks þörf í vörslu rafrænna gagna hjá prestaköllum en ekkert prestakall hefur tilkynnt notkun á rafrænu gagnasafni.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskjalasafni Íslands. Þar segir einnig að um 85 hillumetrar af pappírsskjölum sem komin séu á afhendingartíma séu í vörslu prestakalla en þeim þurfi að skila til Þjóðskjalasafns til varðveislu.

Þá er varðveislu tölvupósts ávótavant en ekkert prestakall hefur tilgreint rafrænt gagnasafn sem varðveislustöð tölvupósts.

Þetta eru niðurstöður spurningakönnunar sem var þáttur í samstarfsátaki Þjóðskjalasafnsins og Biskupsstofu til að efla skjalavörslu og skjalastjórn prestakalla.

47 af 70 prestaköllum svöruðu könnuninni.

„Skjalasöfn kirkjunnar í gegnum aldirnar eru ómetanlegar heimildir um byggð og sögu landsmanna. Þau gögn sem verða til í samtímanum í starfi þjóðkirkjunnar eru á sama hátt mikilvægar heimildir um sögu kirkjunnar, starfsemi hennar og þeirra landsmanna sem njóta þjónustu hennar. Þá er mikilvægt að styrkja skjalavörslu og skjalastjórn prestakalla til að tryggja að mikilvægar upplýsingar varðveitist og séu aðgengilegar þegar á þarf að halda,“ segir Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×