Fótbolti

Xavi vill komast „heim“ á Nývang

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Xavi vill komast aftur til Katalóníu.
Xavi vill komast aftur til Katalóníu. Simon Holmes/Getty Images

Allt bendir til þess að Barcelona goðsögnin Xavi taki við sem þjálfari spænska stórliðsins Barcelona á næstunni. Hann er í dag þjálfari Al Sadd í Katar en vonast til að liðin komist að samkomulagi svo hann komist „heim“ á Nývang í Katalóníu.

Rafael Yuste og Mateu Alemany, varaforseti og yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, sáu Al Sadd gera 3-3 jafntefli við Al Duhail í kvöld. Er talið að þeir séu þar til að reyna ná samkomulagi við Al Sadd svo hægt sé að losa Xavi undan samningi.

Hinn 41 árs gamli Xavi lék 767 leiki fyrir Börsunga á ferli sínum og vann 25 titla með félaginu. Er hann í raun eini þjálfarinn sem hefur verið nefndur til sögunnar sem líklegur arftaki Ronald Koeman hjá Barcelona.

„Ég vil fara heima. Félögin eru í viðræðum og vonandi komast þau að samkomulagi. Ég er mjög spenntur en þetta er spurning um virðingu, ég er með samning,“ sagði Xavi í viðtali við Mundo Deportivo.

Xavi hefur gert frábæra hluti á stuttum ferli sínum með Al Sadd í Katar en nú virðist allt stefna í að hann taki við Barcelona. Yrði það mikil lyftistöng fyrir félagið en vonast er til að hann geti haft svipuð áhrif og Pep Guardiola hafði á sínum tíma.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.