Fótbolti

Býst við því að Xavi skrifi undir hjá Barcelona á allra næstu dögum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Búist er við því að Xavi skrifi undir hjá Barcelona á allra næstu dögum.
Búist er við því að Xavi skrifi undir hjá Barcelona á allra næstu dögum. Marcio Machado/Eurasia Sport Images/Getty Images

Íþróttablaðamaðurinn Fabrizio Romano býst við því að Xavi Hernandez, fyrrverandi leikmaður Bacelona og núverandi þjálfari Al Sadd í Katar, muni taka við þjálfun Bacelona á allra næstu dögum.

Samkvæmt Romano líta Börsungar svo á að það sé ekki spurning um hvort, heldur hvenær Xavi skrifi undir samning við liðið, en samningurinn hefur verið klár frá því í síðustu viku.

„Viðræðurnar á milli Barcelona og Xavi eru á lokastigi og hann er gríðarlega spenntur að koma til baka,“ segir Romano.

„Nánast allt er klárt, en enn er verið að vinna í uppsögn samningsins við Al Sadd.“

Xavi lék á sínum tíma yfir 500 deildarleiki fyrir Barcelona áður en hann gekk í raðir Al Sadd þar sem hann lauk ferli sínum. Hann lék 82 leiki fyrir félagið á árunum 2015 til 2019 áður en hann tók við þjálfun félagsins það sama ár.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.