Útlit fyrir að framkvæmdum á Suðurlandsvegi ljúki ári á undan áætlun Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2021 10:22 Þessi kafli Suðurlandsvegar var opnaður nýverið. Vísir/Magnús Hlynur Útlit er fyrir að framkvæmdir við Suðurlandsveg milli Hveragerðis og Selfoss muni ljúka um ári fyrir áætluð verklok. Mögulega verður hægt að opna fyrir umferð um nýja veginn næsta sumar eða haust. G Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að um þetta leyti sé verið að opna austasta kafla vegarins, þar sem beygt er upp á Þingvelli og Þrastarlund. „Síðan held ég að það séu mestar líkur á því að þetta verk einfaldlega klárist, þannig að það sé hægt að opna fyrir umferð næsta sumar eða haust. Það er þá ári á undan,“ sagði G. Pétur Frá framkvæmdum á Suðurlandsvegi eða nánar tiltekið undir Ingólfsfjalli.Vísir/Vilhelm Farið var yfir víðan völl í viðtalinu við G. Pétur. Til að mynda var talað um lokun Norðfjarðarganga, göng yfir höfuð og það að umferðin á þjóðveginum í október hafi verið sú mesta hingað til. Hlusta má á spjallið í spilaranum hér að neðan. Norðfjarðargöngum var lokað fyrr í vikunni eftir að steypa hrundi úr lofti ganganna. Göngin eru enn lokuð að mestu leyti en flutningabílum er hleypt í gegn í hollum reglulega en hægt er að keyra minni bílum í gegnum Oddskarðsgöngin. G. Pétur sagði að ekki ætti að hrynja úr göngum en í þessu tilviki sé laust berglag fyrir ofan göngin á þessu svæði. Vandamálið við Ísland og jarðgöng sé að jarðfræðilega séð sé landið mjög ungt. Þetta hafi þó ekki verið mikið sem hrundi og slíkt sé mjög sjaldgæft. Ölfus Hveragerði Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Norðfjarðargöngum lokað vegna hruns úr lofti Norðfjarðargöngum milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar var lokað í dag. Það var gert eftir að hrundi úr lofti ganganna. 1. nóvember 2021 14:06 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
G Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að um þetta leyti sé verið að opna austasta kafla vegarins, þar sem beygt er upp á Þingvelli og Þrastarlund. „Síðan held ég að það séu mestar líkur á því að þetta verk einfaldlega klárist, þannig að það sé hægt að opna fyrir umferð næsta sumar eða haust. Það er þá ári á undan,“ sagði G. Pétur Frá framkvæmdum á Suðurlandsvegi eða nánar tiltekið undir Ingólfsfjalli.Vísir/Vilhelm Farið var yfir víðan völl í viðtalinu við G. Pétur. Til að mynda var talað um lokun Norðfjarðarganga, göng yfir höfuð og það að umferðin á þjóðveginum í október hafi verið sú mesta hingað til. Hlusta má á spjallið í spilaranum hér að neðan. Norðfjarðargöngum var lokað fyrr í vikunni eftir að steypa hrundi úr lofti ganganna. Göngin eru enn lokuð að mestu leyti en flutningabílum er hleypt í gegn í hollum reglulega en hægt er að keyra minni bílum í gegnum Oddskarðsgöngin. G. Pétur sagði að ekki ætti að hrynja úr göngum en í þessu tilviki sé laust berglag fyrir ofan göngin á þessu svæði. Vandamálið við Ísland og jarðgöng sé að jarðfræðilega séð sé landið mjög ungt. Þetta hafi þó ekki verið mikið sem hrundi og slíkt sé mjög sjaldgæft.
Ölfus Hveragerði Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Norðfjarðargöngum lokað vegna hruns úr lofti Norðfjarðargöngum milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar var lokað í dag. Það var gert eftir að hrundi úr lofti ganganna. 1. nóvember 2021 14:06 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Norðfjarðargöngum lokað vegna hruns úr lofti Norðfjarðargöngum milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar var lokað í dag. Það var gert eftir að hrundi úr lofti ganganna. 1. nóvember 2021 14:06
Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46