Juventus og Bayern tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. nóvember 2021 22:21 Bayern München tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum í kvöld. Alexander Hassenstein/Getty Images Alls fóru fram átta leikir í Meistaradeild Evrópu í dag og í kvöld. Stórveldin Juventus og Bayern München eru örugg áfram í 16-liða úrslit eftir leiki kvöldsins. Robert Lewandowski og Serge Gnabry komu Bayern í 2-0 er liðið tók á móti Benfica í kvöld, áður en Morato minnkaði muninn á 38. mínútu. Lewandowski fékk svo tækifæri til að auka forystuna á ný af vítapunktinum stuttu fyrir hálfleik, en honum brást bogalistin. Leroy Sane skoraði þriðja mark Bayern á 49. mínútu áður en Lewandowski bætti upp fyrir vítaklúðrið rúmum tíu mínútum síðar. Darwin Nunez minnkaði muninn í 4-2 á 74. mínútu, en margumræddur Robert Lewandowski tryggði heimamönnum 5-2 sigur er hann fullkomnaði þrennu sína rúmum fimm mínútum fyrir leikslok. Round of 16, here we come 🥳♦️ #FCBSLB 5-2 ♦️ pic.twitter.com/UFQMbAwRGr— FC Bayern English (@FCBayernEN) November 2, 2021 Paulo Dybala kom Juventus í 1-0 forystu gegn Zenit frá Pétursborg strax á 11. mínútu er liðin mættust í H-riðli. Leonardo Bonucci varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 26. mínútu og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Dybala bætti sínu öðru marki við af vítapunktinum eftir tæplega klukkutíma leik áður en Federico Chiesa kom Juventus í 3-1 á 73. mínútu. Alvaro Morata bætti fjórða marki Juventus við stuttu fyrir leikslok, en Sardar Azmoun klóraði í bakkann fyrir gestina í uppbótartíma. Lokatölur 4-2 og Juventus er því á leið í 16-liða úrslit. FT | ⌛ | ROUND OF 16 𝗤 𝗨 𝗔 𝗟 𝗜 𝗙 𝗜 𝗘 𝗗! ✅⚪⚫#JuveZenit #ForzaJuve #JuveUCL pic.twitter.com/LQsGGxCdK8— JuventusFC (@juventusfcen) November 2, 2021 Öll úrslit kvöldsins E-riðill Bayern München 5-2 Benfica Dynamo Kiev 0-1 Barcelona F-riðill Atalanta 2-2 Manchester United Villareal 2-0 Young Boys G-riðill Wolfsburg 2-1 Salzburg Sevilla 1-2 Lille H-riðill Malmö 0-1 Chelsea Juventus 4-2 Zenit Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Sjá meira
Robert Lewandowski og Serge Gnabry komu Bayern í 2-0 er liðið tók á móti Benfica í kvöld, áður en Morato minnkaði muninn á 38. mínútu. Lewandowski fékk svo tækifæri til að auka forystuna á ný af vítapunktinum stuttu fyrir hálfleik, en honum brást bogalistin. Leroy Sane skoraði þriðja mark Bayern á 49. mínútu áður en Lewandowski bætti upp fyrir vítaklúðrið rúmum tíu mínútum síðar. Darwin Nunez minnkaði muninn í 4-2 á 74. mínútu, en margumræddur Robert Lewandowski tryggði heimamönnum 5-2 sigur er hann fullkomnaði þrennu sína rúmum fimm mínútum fyrir leikslok. Round of 16, here we come 🥳♦️ #FCBSLB 5-2 ♦️ pic.twitter.com/UFQMbAwRGr— FC Bayern English (@FCBayernEN) November 2, 2021 Paulo Dybala kom Juventus í 1-0 forystu gegn Zenit frá Pétursborg strax á 11. mínútu er liðin mættust í H-riðli. Leonardo Bonucci varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 26. mínútu og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Dybala bætti sínu öðru marki við af vítapunktinum eftir tæplega klukkutíma leik áður en Federico Chiesa kom Juventus í 3-1 á 73. mínútu. Alvaro Morata bætti fjórða marki Juventus við stuttu fyrir leikslok, en Sardar Azmoun klóraði í bakkann fyrir gestina í uppbótartíma. Lokatölur 4-2 og Juventus er því á leið í 16-liða úrslit. FT | ⌛ | ROUND OF 16 𝗤 𝗨 𝗔 𝗟 𝗜 𝗙 𝗜 𝗘 𝗗! ✅⚪⚫#JuveZenit #ForzaJuve #JuveUCL pic.twitter.com/LQsGGxCdK8— JuventusFC (@juventusfcen) November 2, 2021 Öll úrslit kvöldsins E-riðill Bayern München 5-2 Benfica Dynamo Kiev 0-1 Barcelona F-riðill Atalanta 2-2 Manchester United Villareal 2-0 Young Boys G-riðill Wolfsburg 2-1 Salzburg Sevilla 1-2 Lille H-riðill Malmö 0-1 Chelsea Juventus 4-2 Zenit
E-riðill Bayern München 5-2 Benfica Dynamo Kiev 0-1 Barcelona F-riðill Atalanta 2-2 Manchester United Villareal 2-0 Young Boys G-riðill Wolfsburg 2-1 Salzburg Sevilla 1-2 Lille H-riðill Malmö 0-1 Chelsea Juventus 4-2 Zenit
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Sjá meira