Juventus og Bayern tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. nóvember 2021 22:21 Bayern München tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum í kvöld. Alexander Hassenstein/Getty Images Alls fóru fram átta leikir í Meistaradeild Evrópu í dag og í kvöld. Stórveldin Juventus og Bayern München eru örugg áfram í 16-liða úrslit eftir leiki kvöldsins. Robert Lewandowski og Serge Gnabry komu Bayern í 2-0 er liðið tók á móti Benfica í kvöld, áður en Morato minnkaði muninn á 38. mínútu. Lewandowski fékk svo tækifæri til að auka forystuna á ný af vítapunktinum stuttu fyrir hálfleik, en honum brást bogalistin. Leroy Sane skoraði þriðja mark Bayern á 49. mínútu áður en Lewandowski bætti upp fyrir vítaklúðrið rúmum tíu mínútum síðar. Darwin Nunez minnkaði muninn í 4-2 á 74. mínútu, en margumræddur Robert Lewandowski tryggði heimamönnum 5-2 sigur er hann fullkomnaði þrennu sína rúmum fimm mínútum fyrir leikslok. Round of 16, here we come 🥳♦️ #FCBSLB 5-2 ♦️ pic.twitter.com/UFQMbAwRGr— FC Bayern English (@FCBayernEN) November 2, 2021 Paulo Dybala kom Juventus í 1-0 forystu gegn Zenit frá Pétursborg strax á 11. mínútu er liðin mættust í H-riðli. Leonardo Bonucci varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 26. mínútu og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Dybala bætti sínu öðru marki við af vítapunktinum eftir tæplega klukkutíma leik áður en Federico Chiesa kom Juventus í 3-1 á 73. mínútu. Alvaro Morata bætti fjórða marki Juventus við stuttu fyrir leikslok, en Sardar Azmoun klóraði í bakkann fyrir gestina í uppbótartíma. Lokatölur 4-2 og Juventus er því á leið í 16-liða úrslit. FT | ⌛ | ROUND OF 16 𝗤 𝗨 𝗔 𝗟 𝗜 𝗙 𝗜 𝗘 𝗗! ✅⚪⚫#JuveZenit #ForzaJuve #JuveUCL pic.twitter.com/LQsGGxCdK8— JuventusFC (@juventusfcen) November 2, 2021 Öll úrslit kvöldsins E-riðill Bayern München 5-2 Benfica Dynamo Kiev 0-1 Barcelona F-riðill Atalanta 2-2 Manchester United Villareal 2-0 Young Boys G-riðill Wolfsburg 2-1 Salzburg Sevilla 1-2 Lille H-riðill Malmö 0-1 Chelsea Juventus 4-2 Zenit Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Robert Lewandowski og Serge Gnabry komu Bayern í 2-0 er liðið tók á móti Benfica í kvöld, áður en Morato minnkaði muninn á 38. mínútu. Lewandowski fékk svo tækifæri til að auka forystuna á ný af vítapunktinum stuttu fyrir hálfleik, en honum brást bogalistin. Leroy Sane skoraði þriðja mark Bayern á 49. mínútu áður en Lewandowski bætti upp fyrir vítaklúðrið rúmum tíu mínútum síðar. Darwin Nunez minnkaði muninn í 4-2 á 74. mínútu, en margumræddur Robert Lewandowski tryggði heimamönnum 5-2 sigur er hann fullkomnaði þrennu sína rúmum fimm mínútum fyrir leikslok. Round of 16, here we come 🥳♦️ #FCBSLB 5-2 ♦️ pic.twitter.com/UFQMbAwRGr— FC Bayern English (@FCBayernEN) November 2, 2021 Paulo Dybala kom Juventus í 1-0 forystu gegn Zenit frá Pétursborg strax á 11. mínútu er liðin mættust í H-riðli. Leonardo Bonucci varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 26. mínútu og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Dybala bætti sínu öðru marki við af vítapunktinum eftir tæplega klukkutíma leik áður en Federico Chiesa kom Juventus í 3-1 á 73. mínútu. Alvaro Morata bætti fjórða marki Juventus við stuttu fyrir leikslok, en Sardar Azmoun klóraði í bakkann fyrir gestina í uppbótartíma. Lokatölur 4-2 og Juventus er því á leið í 16-liða úrslit. FT | ⌛ | ROUND OF 16 𝗤 𝗨 𝗔 𝗟 𝗜 𝗙 𝗜 𝗘 𝗗! ✅⚪⚫#JuveZenit #ForzaJuve #JuveUCL pic.twitter.com/LQsGGxCdK8— JuventusFC (@juventusfcen) November 2, 2021 Öll úrslit kvöldsins E-riðill Bayern München 5-2 Benfica Dynamo Kiev 0-1 Barcelona F-riðill Atalanta 2-2 Manchester United Villareal 2-0 Young Boys G-riðill Wolfsburg 2-1 Salzburg Sevilla 1-2 Lille H-riðill Malmö 0-1 Chelsea Juventus 4-2 Zenit
E-riðill Bayern München 5-2 Benfica Dynamo Kiev 0-1 Barcelona F-riðill Atalanta 2-2 Manchester United Villareal 2-0 Young Boys G-riðill Wolfsburg 2-1 Salzburg Sevilla 1-2 Lille H-riðill Malmö 0-1 Chelsea Juventus 4-2 Zenit
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira