Erlent

Fjögurra ára stúlka sem var saknað í meira en tvær vikur fannst á lífi

Kjartan Kjartansson skrifar
Cloe Smith hvarf úr tjaldi þar sem hún svaf með systur sinni um miðjan október.
Cloe Smith hvarf úr tjaldi þar sem hún svaf með systur sinni um miðjan október. Lögreglan í Vestur-Ástralíu

Lögreglan í Ástralíu fann fjögurra ára gamla stúlku sem hafði verið saknað í átján daga á lífi í læstu húsi. Stúlkan hvarf af tjaldstæði í vestanverðu landinu þar sem hún var með foreldrum sínum í fríi. Karlmaður er í haldi lögreglu.

Cleo Smith hvarf sporlaust frá tjaldsvæði við strandbæinn Carnarvon á Kóralströndinni í Vestur-Ástralíu aðfaranótt 16. október. Upphófst þá umfangsmikil leit að stúlkunni á landi, lofti og á sjó. 

Ástralskir fjölmiðlar sögðu frá því að mannaveiðarar hefðu tekið þátt í leitinni eftir að þeim var heitið milljón dollurum í verðlaun fyrir upplýsingar sem gætu varpað ljósi á hvarf Smith.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að lögreglumenn hafi brotist inn í læst hús og fundið stúlkunni í Carnarvon klukkan eitt að staðartíma í nótt, um klukkan fimm síðdegis að íslenskum tíma í dag. Karlmaðurinn sem er í haldi er frá bænum. Ekki hafa verið veittar frekari upplýsingar um hann.

Smith hefur nú verið komið aftur í faðm fjölskyldu sinnar. Móðir hennar lýsti því að Cleo hefði sofið á vindsæng við hlið yngri systur sinnar í tjaldi en foreldrarnir í öðru rými í tjaldi þeirra. Þegar móðirinn vitjaði dætra sinna um morguninn hafi Cleo verið horfin og opið inn í tjaldið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.