Innlent

Sólveig segir af sér sem varaforseti ASÍ

Jakob Bjarnar skrifar
Sólveig Anna hefur nú sagt sig frá öllum trúnaðarstörfum innan verkalýðshreyfingarinnar.
Sólveig Anna hefur nú sagt sig frá öllum trúnaðarstörfum innan verkalýðshreyfingarinnar. vísir/vilhelm

Sólveig Anna Jónsdóttir fyrrverandi formaður hefur sagt af sér sem varaforseti ASÍ og jafnframt hefur hún sagt sig frá varaformennsku hjá Starfsgreinasambandinu.

Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Aðspurð segir Drífa að Sólveig Anna hafi ekki gefið upp ástæðu fyrir afsögn sinni. Er þetta staðfesting á því sem vænta mátti:

Sólveig Anna hefur einnig sagt af sér sem varaformaður Starfsgreinasambandsins. Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri þar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann sagði Sólveigu hafa sent bréf þess efnis til sín og þakkaði fyrir samstarfið.

Þetta þýðir að Sólveig Anna hefur sagt sig frá öllum trúnaðarstörfum innan verkalýðshreyfingarinnar en þar logar allt stafna á milli eftir að Sólveig Anna sagði af sér sem formaður Eflingar á sunnudagskvöld

Hvorki Sólveig Anna né Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar, sem fylgdi Sólveigu Önnu frá borði, hafa veitt fréttastofu viðtal vegna málsins en hafa þó tjáð sig um það á Facebook-síðum sínum. 

Þar segir Sólveig Anna meðal annars:

„Ég mun aldrei hætta í baráttu fyrir réttlæti fyrir okkur sem tilheyrum stétt verka- og láglaunafólks og þekkja lífið undir oki auðvaldskerfisins og láglaunastefnunnar.“


Tengdar fréttir

Ekki vilji starfsmanna að Sólveig Anna segði af sér

Trúnaðarmenn hjá Eflingu segja í yfirlýsingu fyrir hönd starfsmanna stéttarfélagsins að ekki hafi verið vilji eða meining starfsmannafundar síðastliðinn föstudag að Sólveig Anna segði af sér formennsku.

Agnieszka ætlar ekki að segja af sér og segir kröfu Guðmundar svívirðilega

Agnieszka Ewa Ziólkowska hyggst ekki segja af sér sem varaformaður Eflingar og segir kröfu um það svívirðilega og lýsa fordómum í garð útlendinga. Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, sagði í gær að hún væri jafn ábyrg og aðrir í Eflingu og gerði því kröfu um afsögn hennar.

Á von á því að Sólveig Anna segi af sér sem varaforseti ASÍ

Drífa Snædal, forseti ASÍ, reiknar með að Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, segi af sér sem annar varaforseti ASÍ í dag. Drífa segir að afsögn Sólveigar Önnu sem formaður Eflingar hafi komið sér á óvart. Þá reiknar hún með að varaformaður félagsins taki við sem formaður.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.