Allir nema einn í stjórninni standi þétt við bak Sólveigar Önnu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. nóvember 2021 12:00 Agnieszka Ewa Ziólkowska varaformaður Eflingar segir Sólveigu njóta mikils stuðnings stjórnar Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt um afsögn sína sem formaður Eflingar. Viðar Þorsteinsson hyggst fylgja henni og ætlar að láta af störfum sem framkvæmdastjóri, en ástæðan er yfirlýsing starfsfólks sem stjórnin túlkar sem vantraust. Bæði þegja þau þunnu hljóði og svara ekki fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Sólveig Anna tilkynnti um afsögn sína á Facebook seint í gærkvöld, þar sem hún sagði trúnaðarmenn starfsfólks Eflingar hafa borið sig þungum sökum í ályktun sem samþykkt var í júní. Ályktunin hafi verið undirrituð af trúnaðarmönnum og sett fram fyrir hönd starfsmanna. Efling hefur ekki viljað verða við beiðni um afhendingu ályktunarinnar en Sólveig Anna segir í færslu sinni að ályktunin hafi ekki verið sannleikanum samkvæm og skrifuð af miklu dómgreindarleysi. Viðar Þorsteinsson tilkynnti svo um afsögn sína sem framkvæmdastjóri í morgun. Hvorugt þeirra hefur svarað fyrirspurnum fréttastofu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tjáir sig ekki um framhaldið hjá sér Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar, segist styðja ákvörðunina en vill að öðru leyti ekki tjá sig frekar. „Allir í stjórninni fyrir utan einn standa þétt við bakið á Sólveigu,“ segir Agnieszka. Aðspurð hvort ákvörðun Sólveigar hafi komið henni á óvart vill hún ekki tjá sig nánar um málið. Þá vill hún ekki upplýsa um hvort hún sjálf muni fylgja Sólveigu og Viðari eftir. Og þannig hafa svör allra, bæði innan Eflingar og ASÍ verið gagnvart fyrirspurnum fréttastofu það sem af er degi. Heimildir fréttastofu herma að stjórnin hafi komið saman í gær þar sem Sólveig gerði tilraun til að fá áframhaldandi stuðning innan stéttarfélagsins. Þær tilraunir virðast ekki hafa borið árangur. Von á yfirlýsingu frá Guðmundi Upphaf málsins má rekja til ályktunarinnar í júní, þar sem Sólveig Anna er meðal annars sögð halda svokallaðan aftökulista. Guðmundur Baldursson, einn stjórnarmanna Eflingar, óskaði eftir upplýsingum um málið en var neitað. Hann fór því með málið í fjölmiðla á föstudag. Sólveigu barst síðan fyrirspurn frá RÚV fyrir helgi og í framhaldinu ávarpaði hún starfsmenn og sagði að tveir kostir væru í stöðunni; annað hvort sendi þeir eitthvað frá sér til að bera ásakanirnar til baka eða hún segði upp störfum. Guðmundur Baldursson sagði í samtali við fréttastofu í morgun að von væri á yfirlýsingu frá honum í dag þar sem fram kæmi hans hlið á málinu. Ólga innan Eflingar Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Sólveig Anna tilkynnti um afsögn sína á Facebook seint í gærkvöld, þar sem hún sagði trúnaðarmenn starfsfólks Eflingar hafa borið sig þungum sökum í ályktun sem samþykkt var í júní. Ályktunin hafi verið undirrituð af trúnaðarmönnum og sett fram fyrir hönd starfsmanna. Efling hefur ekki viljað verða við beiðni um afhendingu ályktunarinnar en Sólveig Anna segir í færslu sinni að ályktunin hafi ekki verið sannleikanum samkvæm og skrifuð af miklu dómgreindarleysi. Viðar Þorsteinsson tilkynnti svo um afsögn sína sem framkvæmdastjóri í morgun. Hvorugt þeirra hefur svarað fyrirspurnum fréttastofu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tjáir sig ekki um framhaldið hjá sér Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar, segist styðja ákvörðunina en vill að öðru leyti ekki tjá sig frekar. „Allir í stjórninni fyrir utan einn standa þétt við bakið á Sólveigu,“ segir Agnieszka. Aðspurð hvort ákvörðun Sólveigar hafi komið henni á óvart vill hún ekki tjá sig nánar um málið. Þá vill hún ekki upplýsa um hvort hún sjálf muni fylgja Sólveigu og Viðari eftir. Og þannig hafa svör allra, bæði innan Eflingar og ASÍ verið gagnvart fyrirspurnum fréttastofu það sem af er degi. Heimildir fréttastofu herma að stjórnin hafi komið saman í gær þar sem Sólveig gerði tilraun til að fá áframhaldandi stuðning innan stéttarfélagsins. Þær tilraunir virðast ekki hafa borið árangur. Von á yfirlýsingu frá Guðmundi Upphaf málsins má rekja til ályktunarinnar í júní, þar sem Sólveig Anna er meðal annars sögð halda svokallaðan aftökulista. Guðmundur Baldursson, einn stjórnarmanna Eflingar, óskaði eftir upplýsingum um málið en var neitað. Hann fór því með málið í fjölmiðla á föstudag. Sólveigu barst síðan fyrirspurn frá RÚV fyrir helgi og í framhaldinu ávarpaði hún starfsmenn og sagði að tveir kostir væru í stöðunni; annað hvort sendi þeir eitthvað frá sér til að bera ásakanirnar til baka eða hún segði upp störfum. Guðmundur Baldursson sagði í samtali við fréttastofu í morgun að von væri á yfirlýsingu frá honum í dag þar sem fram kæmi hans hlið á málinu.
Ólga innan Eflingar Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira