Fótbolti

Eyjólfur yfir­gefur Stjörnuna og gengur til liðs við upp­eldis­fé­lagið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Eyjólfur Héðinsson yfirgefur Stjörnuna eftir sex ár hjá félaginu.
Eyjólfur Héðinsson yfirgefur Stjörnuna eftir sex ár hjá félaginu. vísir/vilhelm

Knattspyrnumaðurinn Eyjólfur Héðinsson hefur ákveðið að yfirgefa Stjörnuna eftir sex ár hjá félaginu. Hann gengur til liðs við uppeldisfélag sitt, ÍR.

Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Stjörnunnar, en í tilkynningunni kemur fram að Eyjólfur hafi spilað 132 leiki fyrir liðið og skorað í þeim fimm mörk á þessum sex árum.

Í tilkynningu Stjörnunnar eru einnig skilaboð frá Eyjólfi þar sem hann þakkar þjálfurum, leikmönnum, starfsfólki og stuðningsmönnum Stjörnunnar fyrir tíma sinn hjá félaginu.

Með Stjörnunni varð Eyjólfur bikarmeistari árið 2018, og Helgi Hrannarr, formaður meistaraflokksráðs karla þakkar honum sérstaklega fyrir þá stund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×