Zayn kærður fyrir að hafa beitt frænku Gigi ofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. október 2021 16:31 Zayn og Gigi eru sögð hafa hætt saman. Getty/Raymond Hall Zayn Malik hefur verið kærður fyrir ofbeldi gegn frænku barsmóður sinnar, Gigi Hadid. Malik hefur tilkynnt dómstóli að hann muni ekki mótmæla kærunni. Dómstóll í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hefur sagt að tónlistarmaðurinn, sem áður var í strákasveitinni One Direction, hafi játað í fjórum ákæruliðum fyrir dómstóli í fyrradag, 27. október. Söngvarinn hefur þó sjálfur gefið út að hann hafi ekki gert það heldur hafi hann ákveðið að mótmæla kærunni ekki. Kæruna segir hann tengjast rifrildi við ættingja Gigi Hadid, barsmóður sinnar og fyrirsætu. Malik hefur jafnframt verið sakaður um að hafa barið Yolanda Hadid, móður Gigi, en hann neitar þeim ásökunum. Ekki hefur verið lögð fram kæra í því máli. Sú ákvörðun Maliks að mótmæla ekki kærunni (e. no contest plea) þýðir að málið fari ekki fyrir dómstóla en honum geti verið refsað eins og ef hann hefði verið sakfelldur. Þar sem hann verður hvorki sakfelldur í málinu né að hann hafi játað verður ekki hægt að vísa til málsins í öðrum kærumálum, ef hann verður kærður fyrir annað. Malik, 28 ára, og Hadid, 26 ára, eiga saman ársgamla dóttur og hófst samband þeirra árið 2015. Samkvæmt heimildum slúðurblaðsins TMZ hafa leiðir þeirra skilið. pic.twitter.com/Idwdx1PZdB— zayn (@zaynmalik) October 28, 2021 Samkvæmt dómsgögnum á rifrildið við frænku Hadid að hafa átt sér stað 29. september síðastliðinn. Malik segir í yfirlýsingu á Twitter að hann vilji ekki tjá sig mikið um málið. Hann sé hlédrægur og vilji ekki að fjölskyldumál séu í kastljósi fyrir alheiminn að skoða. Dóttir hans eigi skilið að alast upp við eðlilegar aðstæður. „Í von um að vernda hana ákvað ég að mótmæla ekki kærunni, sem tengist rifrildi við ættingja maka míns. Hún kom inn á heimili okkar á meðan maki minn var ekki heima fyrir nokkrum vikum.“ Hollywood Bandaríkin Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Dómstóll í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hefur sagt að tónlistarmaðurinn, sem áður var í strákasveitinni One Direction, hafi játað í fjórum ákæruliðum fyrir dómstóli í fyrradag, 27. október. Söngvarinn hefur þó sjálfur gefið út að hann hafi ekki gert það heldur hafi hann ákveðið að mótmæla kærunni ekki. Kæruna segir hann tengjast rifrildi við ættingja Gigi Hadid, barsmóður sinnar og fyrirsætu. Malik hefur jafnframt verið sakaður um að hafa barið Yolanda Hadid, móður Gigi, en hann neitar þeim ásökunum. Ekki hefur verið lögð fram kæra í því máli. Sú ákvörðun Maliks að mótmæla ekki kærunni (e. no contest plea) þýðir að málið fari ekki fyrir dómstóla en honum geti verið refsað eins og ef hann hefði verið sakfelldur. Þar sem hann verður hvorki sakfelldur í málinu né að hann hafi játað verður ekki hægt að vísa til málsins í öðrum kærumálum, ef hann verður kærður fyrir annað. Malik, 28 ára, og Hadid, 26 ára, eiga saman ársgamla dóttur og hófst samband þeirra árið 2015. Samkvæmt heimildum slúðurblaðsins TMZ hafa leiðir þeirra skilið. pic.twitter.com/Idwdx1PZdB— zayn (@zaynmalik) October 28, 2021 Samkvæmt dómsgögnum á rifrildið við frænku Hadid að hafa átt sér stað 29. september síðastliðinn. Malik segir í yfirlýsingu á Twitter að hann vilji ekki tjá sig mikið um málið. Hann sé hlédrægur og vilji ekki að fjölskyldumál séu í kastljósi fyrir alheiminn að skoða. Dóttir hans eigi skilið að alast upp við eðlilegar aðstæður. „Í von um að vernda hana ákvað ég að mótmæla ekki kærunni, sem tengist rifrildi við ættingja maka míns. Hún kom inn á heimili okkar á meðan maki minn var ekki heima fyrir nokkrum vikum.“
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira