Bjarni segir verðbólguna ekki komna úr böndunum Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2021 12:00 Formenn stjórnarflokkanna eru að móta nýjan stjórnarsáttmála þessa dagana. Í þeim viðræðum er fjárlagafrumvarp næsta árs væntanlega einnig rætt og þar með mögulegar hækkanir á eldsneytisgjöldum. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir verðbólguna ekki farna úr böndunum en hún hélt áfram að aukast í þessum mánuði og mælist nú fjögur komma fimm prósent. Hækkun húsnæðisverðs heldur áfram að drífa verðbólguna áfram en án hennar mælist verðbólgan þrjú prósent á síðustu tólf mánuðum. Seðlabankinn hefur brugðist við vaxandi verðbólgu undanfarna mánuði með því að hækka meginvexti sína í þrígang úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent eftir síðustu hækkun. Þetta hefur síðan leitt til þess að viðskiptabankarnir hafa hækkað vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum með breytilegum vöxtum þannig að greiðslubyrði meðalláns hefur aukist um tugi þúsunda króna. Án hækkunar húsnæðisverðs er verðbólgan nú þrjú prósent og mun nær tveggja komma fimm prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans en heildarverðbólgan upp á 4,5 prósent þegar hækkun húsnæðisverðs er tekin með í reikninginn. Þá hefur hækkun á hráefnisverði í útlöndum einnig áhrif en samkvæmt útreikningum Hagstofunnar hækkaði bensínverð um 4,2 prósent frá september til október. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að ekki væri útséð með hvernig verðlag í landinu þróist á næstu misserum. En gjöld ríkisins á eldsneyti eru stór hluti af verðinu og þau gjöld eru gjarnan hækkuð í fjárlögum um hver áramót. Bjarni Benediktssontelur verðbólguna ekki komna úr böndnunum enn þá og þar af leiðandi ekki forsendur fyrir því að stjórnvöld grípi inn í þróunina.Vísir/Vilhelm „Við erum jú vissulega að sjá einhverja hækkun á verðbólgunni. Það verður bara að koma í ljós að hvaða marki er skynsamlegt að stjórnvöld bregðist við því. Eitt af því sem við getum gert er að beita ríkisfjármálum. Mikill slaki í ríkisfjármálunum getur hvatt til verðbólgu. Þannig að það þarf að skoða þetta í stóra samhenginu. Við skulum bara sjá. Verðbólgan er svo sannarlega ekki farin úr böndunum enn þá,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin muni ekki draga úr fyrirhuguðum framkvæmdum og vilji skapa rými fyrir arðbærar fjárfestingar. „En það er erfitt að verjast innfluttri verðbólgu þegar það á í hlut. Það eru dálítið skiptar skoðanir um hvernig spilast muni úr hækkunum og hvernig þær muni síðan smitast inn í verðlag á Íslandi. Það á bara eftir að koma í ljós,“ segir Bjarni. Enn hafi ekkert komið fram sem gefi tilefni til þess að stjórnvöld grípi inn í þróunina. Bæði Seðlabankinn og spádeild Landsbankans gera hins vegar ráð fyrir að hrávöruverðshækkanir í útlöndum séu tímabundnar. Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Tengdar fréttir Senda Seðlabankanum tóninn og hyggjast sækja hverja einustu krónu Verkalýðshreyfingin mun ekki veita neinn afslátt í komandi kjaraviðræðum og hyggst sækja hverja einustu viðbótarkrónu sem heimilin hafa greitt í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans. 26. október 2021 22:25 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20 Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent. 20. október 2021 17:04 Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. 20. október 2021 09:32 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Seðlabankinn hefur brugðist við vaxandi verðbólgu undanfarna mánuði með því að hækka meginvexti sína í þrígang úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent eftir síðustu hækkun. Þetta hefur síðan leitt til þess að viðskiptabankarnir hafa hækkað vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum með breytilegum vöxtum þannig að greiðslubyrði meðalláns hefur aukist um tugi þúsunda króna. Án hækkunar húsnæðisverðs er verðbólgan nú þrjú prósent og mun nær tveggja komma fimm prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans en heildarverðbólgan upp á 4,5 prósent þegar hækkun húsnæðisverðs er tekin með í reikninginn. Þá hefur hækkun á hráefnisverði í útlöndum einnig áhrif en samkvæmt útreikningum Hagstofunnar hækkaði bensínverð um 4,2 prósent frá september til október. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að ekki væri útséð með hvernig verðlag í landinu þróist á næstu misserum. En gjöld ríkisins á eldsneyti eru stór hluti af verðinu og þau gjöld eru gjarnan hækkuð í fjárlögum um hver áramót. Bjarni Benediktssontelur verðbólguna ekki komna úr böndnunum enn þá og þar af leiðandi ekki forsendur fyrir því að stjórnvöld grípi inn í þróunina.Vísir/Vilhelm „Við erum jú vissulega að sjá einhverja hækkun á verðbólgunni. Það verður bara að koma í ljós að hvaða marki er skynsamlegt að stjórnvöld bregðist við því. Eitt af því sem við getum gert er að beita ríkisfjármálum. Mikill slaki í ríkisfjármálunum getur hvatt til verðbólgu. Þannig að það þarf að skoða þetta í stóra samhenginu. Við skulum bara sjá. Verðbólgan er svo sannarlega ekki farin úr böndunum enn þá,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin muni ekki draga úr fyrirhuguðum framkvæmdum og vilji skapa rými fyrir arðbærar fjárfestingar. „En það er erfitt að verjast innfluttri verðbólgu þegar það á í hlut. Það eru dálítið skiptar skoðanir um hvernig spilast muni úr hækkunum og hvernig þær muni síðan smitast inn í verðlag á Íslandi. Það á bara eftir að koma í ljós,“ segir Bjarni. Enn hafi ekkert komið fram sem gefi tilefni til þess að stjórnvöld grípi inn í þróunina. Bæði Seðlabankinn og spádeild Landsbankans gera hins vegar ráð fyrir að hrávöruverðshækkanir í útlöndum séu tímabundnar.
Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Tengdar fréttir Senda Seðlabankanum tóninn og hyggjast sækja hverja einustu krónu Verkalýðshreyfingin mun ekki veita neinn afslátt í komandi kjaraviðræðum og hyggst sækja hverja einustu viðbótarkrónu sem heimilin hafa greitt í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans. 26. október 2021 22:25 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20 Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent. 20. október 2021 17:04 Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. 20. október 2021 09:32 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Senda Seðlabankanum tóninn og hyggjast sækja hverja einustu krónu Verkalýðshreyfingin mun ekki veita neinn afslátt í komandi kjaraviðræðum og hyggst sækja hverja einustu viðbótarkrónu sem heimilin hafa greitt í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans. 26. október 2021 22:25
Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20
Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent. 20. október 2021 17:04
Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. 20. október 2021 09:32