Senda Seðlabankanum tóninn og hyggjast sækja hverja einustu krónu Eiður Þór Árnason skrifar 26. október 2021 22:25 Vilhjálmur og Ragnar við undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara árið 2019. Vísir/vilhelm Verkalýðshreyfingin mun ekki veita neinn afslátt í komandi kjaraviðræðum og hyggst sækja hverja einustu viðbótarkrónu sem heimilin hafa greitt í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans. Þetta segja Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Þeir gagnrýna vaxtahækkanir Seðlabankans og segja í grein sem birtist á Vísi að við gerð síðustu kjarasamninga hafi verið litið til þess að samningar hefðu í för með sér lækkun vaxta. Sökum þess hafi verið samið með hófstilltari hætti til að leggja grunn að því að auka ráðstöfunartekjur launafólks með fleiri þáttum en beinum launahækkunum. „Það er mikilvægt að Seðlabankinn sé upplýstur um það að við munum sækja hverja einustu krónu sem þeir leggja á heimilin, í formi hærri vaxta, í næstu kjarasamningum. Við munum ekki sætta okkur við að aukin verðbólga vegna aðgerðarleysis stjórnmálanna í húsnæðismálum eða ytri áhrifa vegna erlendra hækkanna verði settar á herðar okkar félagsmanna með hærri vöxtum.“ Hið sama eigi við um hið opinbera, bankana, tryggingafélögin og fyrirtæki í þjónustu og verslun sem hafi að mati verkalýðsforkólfanna hækkað verð til neytenda langt umfram það sem eðlilegt getur talist, skert þjónustu og skilað met afkomu. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti þrisvar sinnum frá því í vor. Stöð 2/Sigurjón Styttist í næstu kjaraviðræðulotu Lífskjarasamingarnir svokölluðu renna formlega út þann 1. nóvember á næsta ári og styttist því óðum í að aðilar vinnumarkaðarins setjist aftur að samningaborðinu. Stýrivextir Seðlabankans hafa tvöfaldast frá því í lok mars með tilheyrandi áhrifum á óverðtryggða húsnæðislánavexti viðskiptabankanna. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði síðast stýrivexti upp í 1,5% í byrjun október. Hagfræðideild Landsbankans hefur spáð því að þeir verði komnir upp í 4,25% árið 2023. Gangi það eftir verða þeir komnir á sama stað og vorið 2019 þegar samið var um Lífskjarasamninginn en Seðlabankinn lækkaði vexti hratt til að bregðast við áhrifum heimsfaraldursins. Í kjölfarið tók við vaxtahækkunartímabil. „Við munum sækja hverja einustu krónu sem þið takið af fólkinu okkar í næstu kjarasamningum,“ skrifa Ragnar og Vilhjálmur í grein sinni. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.vísir/vilhelm Varaði við launahækkunum Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varaði við því í maí að brugðist yrði við launahækkunum með frekari vaxtahækkunum. Þá var Seðlabankinn nýbúinn að hækka stýrivexti úr 0,75% í 1,0% og sagði Ásgeir að framhaldið myndi velta á viðbrögðum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. „Ef það verður ekkert lát á hallarekstri ríkissjóðs eftir lok farsóttarinnar, eða við sjáum áframhald á launahækkunum sem eru margfaldar á við það sem þekkist í öðrum löndum, þá er ljóst að það verður auðvelt að eyðileggja þá góðu samkeppnisstöðu sem við njótum núna,“ var haft eftir seðlabankastjóra í Markaðinum. „Ef við erum til dæmis að fara að sjá ákall um launahækkanir til að bregðast við minni kaupmætti vegna aukinnar verðbólgu, þá verður Seðlabankinn neyddur til þess að bregðast við strax. Það er engin spurning,“ bætti hann við. Kjaramál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. 20. október 2021 09:32 Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Þetta segja Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Þeir gagnrýna vaxtahækkanir Seðlabankans og segja í grein sem birtist á Vísi að við gerð síðustu kjarasamninga hafi verið litið til þess að samningar hefðu í för með sér lækkun vaxta. Sökum þess hafi verið samið með hófstilltari hætti til að leggja grunn að því að auka ráðstöfunartekjur launafólks með fleiri þáttum en beinum launahækkunum. „Það er mikilvægt að Seðlabankinn sé upplýstur um það að við munum sækja hverja einustu krónu sem þeir leggja á heimilin, í formi hærri vaxta, í næstu kjarasamningum. Við munum ekki sætta okkur við að aukin verðbólga vegna aðgerðarleysis stjórnmálanna í húsnæðismálum eða ytri áhrifa vegna erlendra hækkanna verði settar á herðar okkar félagsmanna með hærri vöxtum.“ Hið sama eigi við um hið opinbera, bankana, tryggingafélögin og fyrirtæki í þjónustu og verslun sem hafi að mati verkalýðsforkólfanna hækkað verð til neytenda langt umfram það sem eðlilegt getur talist, skert þjónustu og skilað met afkomu. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti þrisvar sinnum frá því í vor. Stöð 2/Sigurjón Styttist í næstu kjaraviðræðulotu Lífskjarasamingarnir svokölluðu renna formlega út þann 1. nóvember á næsta ári og styttist því óðum í að aðilar vinnumarkaðarins setjist aftur að samningaborðinu. Stýrivextir Seðlabankans hafa tvöfaldast frá því í lok mars með tilheyrandi áhrifum á óverðtryggða húsnæðislánavexti viðskiptabankanna. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði síðast stýrivexti upp í 1,5% í byrjun október. Hagfræðideild Landsbankans hefur spáð því að þeir verði komnir upp í 4,25% árið 2023. Gangi það eftir verða þeir komnir á sama stað og vorið 2019 þegar samið var um Lífskjarasamninginn en Seðlabankinn lækkaði vexti hratt til að bregðast við áhrifum heimsfaraldursins. Í kjölfarið tók við vaxtahækkunartímabil. „Við munum sækja hverja einustu krónu sem þið takið af fólkinu okkar í næstu kjarasamningum,“ skrifa Ragnar og Vilhjálmur í grein sinni. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.vísir/vilhelm Varaði við launahækkunum Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varaði við því í maí að brugðist yrði við launahækkunum með frekari vaxtahækkunum. Þá var Seðlabankinn nýbúinn að hækka stýrivexti úr 0,75% í 1,0% og sagði Ásgeir að framhaldið myndi velta á viðbrögðum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. „Ef það verður ekkert lát á hallarekstri ríkissjóðs eftir lok farsóttarinnar, eða við sjáum áframhald á launahækkunum sem eru margfaldar á við það sem þekkist í öðrum löndum, þá er ljóst að það verður auðvelt að eyðileggja þá góðu samkeppnisstöðu sem við njótum núna,“ var haft eftir seðlabankastjóra í Markaðinum. „Ef við erum til dæmis að fara að sjá ákall um launahækkanir til að bregðast við minni kaupmætti vegna aukinnar verðbólgu, þá verður Seðlabankinn neyddur til þess að bregðast við strax. Það er engin spurning,“ bætti hann við.
Kjaramál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. 20. október 2021 09:32 Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. 20. október 2021 09:32
Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50