Fyrst koma innviðirnir, svo uppbyggingin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2021 11:13 Dagur segir ekki tímabært að hefja uppbyggingu á Keldnalandi, fyrst þurfi að huga að umferðinni. Vísir/Vilhelm „Undanfarin ár hafa verið algjör metár í uppbygginu í borginni og það sem við erum að leggja upp með er að það haldi áfram. Og raunar ætlum við að bæta í heldur en hitt.“ Þetta sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Bítínu á Bylgjunni í morgun, þar sem rætt var um húsnæðismál í höfuðborginni. Dagur var meðal annars spurður út í harða gagnrýni úr ýmsum áttum, þar sem skotið væri á meirihlutann fyrir íbúðaskort. Borgarstjóri sagðist kannast við umræðuna og sagði grunn hennar árlega talningu Samtaka iðnaðarins, sem sýndi að íbúðum í byggingu hefði fækkað eftir 2019. „2019 var algjört metár í sögunni; Það hafa aldrei jafn margar íbúðir verið í byggingu og þá,“ sagði Dagur. „Það er ekki deilt um að það hafi dregið saman síðan þá. En spurningin sem er ekki alveg samstaða um er hver er skýringin? Og stundum líður mér eins og maður muni ekki neitt sem gerðist fyrir Covid en aðeins til að minna á hver umræðan var þá, þá í þessari metuppbyggingu voru bankarnir hver um annan að spá því að það væri að koma offramboð inn á markaðinn. Verktakarnir voru reyndar líka að tala um það og minnihlutinn í borgarstjórn gagnrýndi mig fyrir að við værum að skipuleggja röng svæði og ekki á réttum tíma og svo framvegis.“ Bankarnir hefðu dregið saman í útlánum til nýrra verkefna og jafnvel þótt byggingaleyfi hefðu verið veitt hefðu framkvæmdir ekki farið af stað. „Og það býr til þessa stöðu sem er uppi núna, sem hefði ekki komið upp nema vegna lækkunar vaxta,“ segir Dagur. Menn hefðu farið að kaupa íbúður sem hefðu annars ef til vill ekki selst og íbúðirnar sem voru byggðar á metárunum selst upp. Því væri nú unnið að því að skipuleggja næstu tíu ár og að borgaryfirvöld vildu sjá meira jafnvægi á fasteignamarkaðnum, sem hefði verið afar sveiflukenndur. „Umferðarlega óskynsamlegt“ Dagur var spurður að því hvort verið væri að skipuleggja byggð á einhverjum nýjum reitum og svaraði því til að bæði væri á borðinu, það er að segja uppbygging á reitum einkaaðila og á reitum borgarinnar. „Umræðan snýst svolítið mikið bara um lóðahlutann,“ sagði hann. „Við vitum alveg að ekki bara í Reykjavík heldur í Kópavogi þá er mjög mikið af því sem verið er að byggja á svæðum sem eru í einhvers konar endurnýjun eða enduruppbygging þar sem þetta eru í raun byggingarheimildir. Og svo eru nýjar lóðir.“ Stóru nýju hverfin verða í Skerjafirði og á Ártúnshöfða.Vísir/Vilhelm Þáttastjórnendur báru undir borgarstjórann hvort sú uppbygging sem stæði fyrir dyrum væri ekki að stórum hluta á „dýrum“ svæðum, það er að segja þar sem þétta ætti byggð. „Við erum með þetta fjölbreyttara en þetta, vegna þess að við erum líka að úthluta byggingarétti og lóðum fyrir þá sem eru að byggja fyrir þá sem hafa minnst á milli handanna. Bjarg til dæmis. Og svo erum við með búseturétt og stúdentaíbúðir og við erum með hjúkrunarheimili og íbúðir fyrir aldraða. Svo erum við líka með þessar eftirsóttu lóðir sem að einkaaðilarnir eru að kaupa. Við erum með sérstakt verkefni sem er að kalla fram hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Margir hafa heyrt af húsunum sem Þorpið er að byggja upp í Gufunesi, sem fór á áberandi lágu verði. En það eru 750 íbúðir af því taginu á leiðinni hjá okkur líka.“ Borgarstjóri sagði tvö stóru hverfin á áætluninni vera Ártúnshöfðinn og Skerjafjörðurinn en var þá spurður af hverju borgin réðist ekki strax í uppbyggingu á Keldnalandinu. „Það er auðvitað á langtímaplaninu okkar og við erum að vinna að skipulagi þess með ríkinu í tengslum við samgöngusáttmálann,“ svaraði Dagur. „Það eru allir sammála um það að morgun- og síðdegisumferðin á Miklubraut í Ártúnsbrekkunni er orðin svo mikil að ef þú myndir bæta við tugþúsunda byggð í Keldnlandi áður en einhverjar lausnir eins og borgarlína koma, þá sprengir þú Miklubrautina sem má ekki við miklu. Og þess vegna er þetta bara umferðarlega óskynsamlegt á þessum tímapunkti. Þannig að við verðum að koma með innviðina fyrst, uppbygginuna svo.“ Dagur sagði annað uppi á teningnum í Breiðholtinu; þar væri ekki um að ræða jafn margar íbúðir og þá væri Mjóddin hluti af fyrsta áfanga borgarlínu. En þetta væri alltaf það sem horfa þyrfti til við uppbygginu, það er að segja hvort innviðir væru til staðar. Það væri undirstaða þeirrar áætlunar sem nú væri verið að vinna með. Í þættinum var einnig rætt um gjaldheimtu, rafvæðingu allra umsókna vegna byggingaframkvæmda og fólksfjölgun í borginni. Bítið Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Dagur var meðal annars spurður út í harða gagnrýni úr ýmsum áttum, þar sem skotið væri á meirihlutann fyrir íbúðaskort. Borgarstjóri sagðist kannast við umræðuna og sagði grunn hennar árlega talningu Samtaka iðnaðarins, sem sýndi að íbúðum í byggingu hefði fækkað eftir 2019. „2019 var algjört metár í sögunni; Það hafa aldrei jafn margar íbúðir verið í byggingu og þá,“ sagði Dagur. „Það er ekki deilt um að það hafi dregið saman síðan þá. En spurningin sem er ekki alveg samstaða um er hver er skýringin? Og stundum líður mér eins og maður muni ekki neitt sem gerðist fyrir Covid en aðeins til að minna á hver umræðan var þá, þá í þessari metuppbyggingu voru bankarnir hver um annan að spá því að það væri að koma offramboð inn á markaðinn. Verktakarnir voru reyndar líka að tala um það og minnihlutinn í borgarstjórn gagnrýndi mig fyrir að við værum að skipuleggja röng svæði og ekki á réttum tíma og svo framvegis.“ Bankarnir hefðu dregið saman í útlánum til nýrra verkefna og jafnvel þótt byggingaleyfi hefðu verið veitt hefðu framkvæmdir ekki farið af stað. „Og það býr til þessa stöðu sem er uppi núna, sem hefði ekki komið upp nema vegna lækkunar vaxta,“ segir Dagur. Menn hefðu farið að kaupa íbúður sem hefðu annars ef til vill ekki selst og íbúðirnar sem voru byggðar á metárunum selst upp. Því væri nú unnið að því að skipuleggja næstu tíu ár og að borgaryfirvöld vildu sjá meira jafnvægi á fasteignamarkaðnum, sem hefði verið afar sveiflukenndur. „Umferðarlega óskynsamlegt“ Dagur var spurður að því hvort verið væri að skipuleggja byggð á einhverjum nýjum reitum og svaraði því til að bæði væri á borðinu, það er að segja uppbygging á reitum einkaaðila og á reitum borgarinnar. „Umræðan snýst svolítið mikið bara um lóðahlutann,“ sagði hann. „Við vitum alveg að ekki bara í Reykjavík heldur í Kópavogi þá er mjög mikið af því sem verið er að byggja á svæðum sem eru í einhvers konar endurnýjun eða enduruppbygging þar sem þetta eru í raun byggingarheimildir. Og svo eru nýjar lóðir.“ Stóru nýju hverfin verða í Skerjafirði og á Ártúnshöfða.Vísir/Vilhelm Þáttastjórnendur báru undir borgarstjórann hvort sú uppbygging sem stæði fyrir dyrum væri ekki að stórum hluta á „dýrum“ svæðum, það er að segja þar sem þétta ætti byggð. „Við erum með þetta fjölbreyttara en þetta, vegna þess að við erum líka að úthluta byggingarétti og lóðum fyrir þá sem eru að byggja fyrir þá sem hafa minnst á milli handanna. Bjarg til dæmis. Og svo erum við með búseturétt og stúdentaíbúðir og við erum með hjúkrunarheimili og íbúðir fyrir aldraða. Svo erum við líka með þessar eftirsóttu lóðir sem að einkaaðilarnir eru að kaupa. Við erum með sérstakt verkefni sem er að kalla fram hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Margir hafa heyrt af húsunum sem Þorpið er að byggja upp í Gufunesi, sem fór á áberandi lágu verði. En það eru 750 íbúðir af því taginu á leiðinni hjá okkur líka.“ Borgarstjóri sagði tvö stóru hverfin á áætluninni vera Ártúnshöfðinn og Skerjafjörðurinn en var þá spurður af hverju borgin réðist ekki strax í uppbyggingu á Keldnalandinu. „Það er auðvitað á langtímaplaninu okkar og við erum að vinna að skipulagi þess með ríkinu í tengslum við samgöngusáttmálann,“ svaraði Dagur. „Það eru allir sammála um það að morgun- og síðdegisumferðin á Miklubraut í Ártúnsbrekkunni er orðin svo mikil að ef þú myndir bæta við tugþúsunda byggð í Keldnlandi áður en einhverjar lausnir eins og borgarlína koma, þá sprengir þú Miklubrautina sem má ekki við miklu. Og þess vegna er þetta bara umferðarlega óskynsamlegt á þessum tímapunkti. Þannig að við verðum að koma með innviðina fyrst, uppbygginuna svo.“ Dagur sagði annað uppi á teningnum í Breiðholtinu; þar væri ekki um að ræða jafn margar íbúðir og þá væri Mjóddin hluti af fyrsta áfanga borgarlínu. En þetta væri alltaf það sem horfa þyrfti til við uppbygginu, það er að segja hvort innviðir væru til staðar. Það væri undirstaða þeirrar áætlunar sem nú væri verið að vinna með. Í þættinum var einnig rætt um gjaldheimtu, rafvæðingu allra umsókna vegna byggingaframkvæmda og fólksfjölgun í borginni.
Bítið Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels