Saksóknari bað um að forsætisráðherra Haítí yrði ákærður og var fljótt rekinn Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2021 09:37 Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí. Hann mun hafa rætt við mann sem er grunaður um aðkomu að morði fyrrverandi forseta landsins, tvisvar sinnum skömmu eftir að morðið var framið í sumar. EPA/Jean Marc Herve Abelard Ríkissaksóknari Haítí var rekinn í skyndi eftir að hann fór fram á að forsætisráðherra landsins yrðu ákærður í tengslum við rannsókn á morði fyrrverandi forseta landsins. Sérfræðingar segja brottreksturinn sjónarspil og að ástandið í Haítí sé ruglingslegt vegna baktjaldamakks. Bed-Ford Claude, saksóknarinnar sem var rekinn, vildi krefja Ariel Henry, forsætisráðherra, svara um það af hverju hann ræddi tvisvar sinnum við aðila sem liggur til gruns um að hafa komið að morði Jovenel Moise, forseta, nokkrum klukkustundum eftir að hann var myrtur á heimili sínu. Moise var myrtur þegar hópur málaliða frá Kólumbíu gerðu atlögu að heimili forsetans þann 7. júlí. Tugir manna hafa verið handteknir vegna morðsins og þar á meðal átján fyrrverandi hermenn frá Kólumbíu. Þeir munu hafa verið ráðnir af bandarísku öryggisfyrirtæki og segjast hafa fengið skipun um að aðstoða við handtöku Moise. Þeir hafi í raun verið plataðir. Ráðamenn og lögregla í Haítí hafa beint spjótum sínum að Christian Emmanuel Sanon, presti sem haldið hefur til í Flórída, og sakað hann um að vilja taka við af Moise. Hann er þó ekki talinn vera höfuðpaur ráðabruggsins um að myrða Moise. Sjá einnig: Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Eiginkona forsetans hefur sakað auðjöfra í Haítí um morðið. Það gerði hún í viðtali við New York Times í sumar. Rannsókn morðsins hefur frá upphafi verið ruglingsleg eins og ástandið í Haítí. Henry er sagður hafa rætt tvisvar sinnum við fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneyti Haítí í síma skömmu eftir að Moise var myrtur. Sá maður heitir Joseph Felix Badio og eiga þeir að hafa rætt saman í minnst sjö mínútur skömmu eftir morðið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Blaðamenn AP komu höndum yfir bréf sem saksóknarinn skrifaði þar sem hann sagði að næg sönnunargögn væru fyrir hendi til að ákæra Henry. Hann sagði forsætisráðherrann hafa rætt tvisvar sinnum við Badio að morgni 7. júlí. Þá hafi Henry verið á hóteli í Port-au-Prince en Badio sé talinn hafa verið nærri heimili Moise. Badio hefur ekki verið handtekinn enn og er ekki vitað hvar hann heldur til. Badio var rekinn frá ráðuneytinu í maí eftir að hann var sakaður um að brjóta ótilgreindar siðferðisreglur. Í frétt dagblaðsins Le Nouvelliste segir að Henry hafi verið meinað að yfirgefa Haítí í bili. Óljóst er hvort brottrekstur saksóknarans muni hafa áhrif á rannsóknina á morði Moise en henni er stýrt af dómaranum Garry Orélien. Hann getur ákveðið upp á eigin spýtur að ákæra Henry eða ekki, sama hvað nýi ríkissaksóknarinn segir. Orélien er samt nýbúinn að taka við rannsókninni. Forveri hans steig til hliðar í síðasta mánuði vegna „persónulegra ástæðna“. Það gerði hann í kjölfar þess að aðstoðarmaður hans dó við óljósar kringumstæður, eins og það er orðað í frétt AP. Dómarar og embættismenn segjast hafa fengið hótanir vegna rannsóknarinnar. Ruglingslegt ástand og valdabarátta Sérfræðingar sem AP ræddi við telja að greinilega séu mismunandi fylkingar að berjast um völd í Haítí. Milli þeirra sem styðja Henry annars vegar og þeirra sem studdu Moise hins vegar. „Ástandið er mjög ruglingslegt,“ sagði Robert Fatton, sérfræðingur um málefni Haítí. Hann sagði að það ætti að koma fljótt í ljós hver muni vinna þessa valdabaráttu. Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu. Þar áður hafði Claude Joshep, utanríkisráðherra verið starfandi forstætisráðherra. Moise skipaði svo Ariel Henry sem forsætisráðherra áður en hann dó. Haítí Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Bed-Ford Claude, saksóknarinnar sem var rekinn, vildi krefja Ariel Henry, forsætisráðherra, svara um það af hverju hann ræddi tvisvar sinnum við aðila sem liggur til gruns um að hafa komið að morði Jovenel Moise, forseta, nokkrum klukkustundum eftir að hann var myrtur á heimili sínu. Moise var myrtur þegar hópur málaliða frá Kólumbíu gerðu atlögu að heimili forsetans þann 7. júlí. Tugir manna hafa verið handteknir vegna morðsins og þar á meðal átján fyrrverandi hermenn frá Kólumbíu. Þeir munu hafa verið ráðnir af bandarísku öryggisfyrirtæki og segjast hafa fengið skipun um að aðstoða við handtöku Moise. Þeir hafi í raun verið plataðir. Ráðamenn og lögregla í Haítí hafa beint spjótum sínum að Christian Emmanuel Sanon, presti sem haldið hefur til í Flórída, og sakað hann um að vilja taka við af Moise. Hann er þó ekki talinn vera höfuðpaur ráðabruggsins um að myrða Moise. Sjá einnig: Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Eiginkona forsetans hefur sakað auðjöfra í Haítí um morðið. Það gerði hún í viðtali við New York Times í sumar. Rannsókn morðsins hefur frá upphafi verið ruglingsleg eins og ástandið í Haítí. Henry er sagður hafa rætt tvisvar sinnum við fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneyti Haítí í síma skömmu eftir að Moise var myrtur. Sá maður heitir Joseph Felix Badio og eiga þeir að hafa rætt saman í minnst sjö mínútur skömmu eftir morðið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Blaðamenn AP komu höndum yfir bréf sem saksóknarinn skrifaði þar sem hann sagði að næg sönnunargögn væru fyrir hendi til að ákæra Henry. Hann sagði forsætisráðherrann hafa rætt tvisvar sinnum við Badio að morgni 7. júlí. Þá hafi Henry verið á hóteli í Port-au-Prince en Badio sé talinn hafa verið nærri heimili Moise. Badio hefur ekki verið handtekinn enn og er ekki vitað hvar hann heldur til. Badio var rekinn frá ráðuneytinu í maí eftir að hann var sakaður um að brjóta ótilgreindar siðferðisreglur. Í frétt dagblaðsins Le Nouvelliste segir að Henry hafi verið meinað að yfirgefa Haítí í bili. Óljóst er hvort brottrekstur saksóknarans muni hafa áhrif á rannsóknina á morði Moise en henni er stýrt af dómaranum Garry Orélien. Hann getur ákveðið upp á eigin spýtur að ákæra Henry eða ekki, sama hvað nýi ríkissaksóknarinn segir. Orélien er samt nýbúinn að taka við rannsókninni. Forveri hans steig til hliðar í síðasta mánuði vegna „persónulegra ástæðna“. Það gerði hann í kjölfar þess að aðstoðarmaður hans dó við óljósar kringumstæður, eins og það er orðað í frétt AP. Dómarar og embættismenn segjast hafa fengið hótanir vegna rannsóknarinnar. Ruglingslegt ástand og valdabarátta Sérfræðingar sem AP ræddi við telja að greinilega séu mismunandi fylkingar að berjast um völd í Haítí. Milli þeirra sem styðja Henry annars vegar og þeirra sem studdu Moise hins vegar. „Ástandið er mjög ruglingslegt,“ sagði Robert Fatton, sérfræðingur um málefni Haítí. Hann sagði að það ætti að koma fljótt í ljós hver muni vinna þessa valdabaráttu. Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu. Þar áður hafði Claude Joshep, utanríkisráðherra verið starfandi forstætisráðherra. Moise skipaði svo Ariel Henry sem forsætisráðherra áður en hann dó.
Haítí Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira