Fyrsti atvinnufótboltamaðurinn sem kemur út úr skápnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2021 13:30 Josh Cavallo í leik með Adelaide United í áströlsku úrvalsdeildinni. getty/Cameron Spencer Ástralinn Josh Cavallo greindi opinberlega frá því að hann væri hommi. Hann er fyrsti atvinnufótboltamaðurinn sem kemur út úr skápnum svo vitað sé. Cavallo sagði sögu sína á Twitter-síðu sinni í dag. „Ég tilkynni stoltur að ég er hommi. Leiðin að þessum stað hefur verið löng en ég gæti ekki verið ánægðari með þessa ákvörðun. Ég hef leynt kynhneigð minni í sex ár og er glaður að þurfa þess ekki lengur,“ sagði hinn 21 árs Cavallo. „Þið sem þekkið mig persónulega vita að ég held einkalífi mínu fyrir mig. Þegar ég ólst upp fannst mér ég þurfa að fela mig því ég skammaðist mín fyrir að geta ekki gert það sem ég elskaði og vera hommi. Að fela hinn sanna mig til að geta elt drauminn að verða atvinnumaður í fótbolta.“ pic.twitter.com/CwrfpeWRVL— Josh Cavallo (@JoshuaCavallo) October 27, 2021 Cavallo sagðist aldrei hafa getað ímyndað sér að hann gæti verið atvinnumaður í fótbolta ef hann greindi opinberlega frá kynhneigð sinni. „Verandi fótboltamaður inni í skápnum þurfti ég að læra að fela tilfinningar mínar til að passa inn í ímyndina. Að alast upp sem hommi og spila fótbolta voru tveir heimar ég hélt að myndu aldrei mætast. Ég hélt að þetta yrði eitthvað sem yrði aldrei talað um,“ sagði Cavallo. pic.twitter.com/gSfymTagGl— Josh Cavallo (@JoshuaCavallo) October 27, 2021 Hann segir það sláandi að enginn annar atvinnumaður í fótbolta hafi áður komið út úr skápnum en vonast til að geta hjálpað til við að breyta því. Loks þakkar Cavallo öllum þeim sem hafa staðið við bakið á honum, fjölskyldu, vinum og félaginu sínu, Adelaide United, sem hann hefur leikið með frá því í febrúar. Cavallo lék áður með Melbourne City og Western United. Fótbolti Ástralía Hinsegin Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sjá meira
Cavallo sagði sögu sína á Twitter-síðu sinni í dag. „Ég tilkynni stoltur að ég er hommi. Leiðin að þessum stað hefur verið löng en ég gæti ekki verið ánægðari með þessa ákvörðun. Ég hef leynt kynhneigð minni í sex ár og er glaður að þurfa þess ekki lengur,“ sagði hinn 21 árs Cavallo. „Þið sem þekkið mig persónulega vita að ég held einkalífi mínu fyrir mig. Þegar ég ólst upp fannst mér ég þurfa að fela mig því ég skammaðist mín fyrir að geta ekki gert það sem ég elskaði og vera hommi. Að fela hinn sanna mig til að geta elt drauminn að verða atvinnumaður í fótbolta.“ pic.twitter.com/CwrfpeWRVL— Josh Cavallo (@JoshuaCavallo) October 27, 2021 Cavallo sagðist aldrei hafa getað ímyndað sér að hann gæti verið atvinnumaður í fótbolta ef hann greindi opinberlega frá kynhneigð sinni. „Verandi fótboltamaður inni í skápnum þurfti ég að læra að fela tilfinningar mínar til að passa inn í ímyndina. Að alast upp sem hommi og spila fótbolta voru tveir heimar ég hélt að myndu aldrei mætast. Ég hélt að þetta yrði eitthvað sem yrði aldrei talað um,“ sagði Cavallo. pic.twitter.com/gSfymTagGl— Josh Cavallo (@JoshuaCavallo) October 27, 2021 Hann segir það sláandi að enginn annar atvinnumaður í fótbolta hafi áður komið út úr skápnum en vonast til að geta hjálpað til við að breyta því. Loks þakkar Cavallo öllum þeim sem hafa staðið við bakið á honum, fjölskyldu, vinum og félaginu sínu, Adelaide United, sem hann hefur leikið með frá því í febrúar. Cavallo lék áður með Melbourne City og Western United.
Fótbolti Ástralía Hinsegin Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sjá meira