Ríkarður Örn Pálsson fallinn frá Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2021 08:41 Íslendingar kannast margir við Ríkarð Örn úr samnorrænu þáttunum Kontrapunkti sem nutu mikilla vinsælda hér á landi í upphafi tíunda áratugarins. Ísmús Ríkarður Örn Pálsson, tónskáld, bassaleikari og tónlistargagnrýnandi, er látinn, 75 ára að aldri. Egill Ólafsson, söngvari og vinur Ríkarðs Arnar til margra áratuga, greinir frá andlátinu á Facebook-síðu sinni. Ríkarður fæddist á Íslandi árið 1946 en ólst upp í Danmörku. Hann sneri aftur til Íslands árið 1960 þar sem hann stundaði tónlistarnám. Hann stundaði svo tónvísindanám við Háskólann í Indiana í Bandaríkjunum. Á ferli sínum samdi Ríkarður Örn meðal annars tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús og starfaði hann einnig um árabil sem tónlistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu. Íslendingar kannast líka margir við Ríkarð Örn úr samnorrænu þáttunum Kontrapunkti sem nutu mikilla vinsælda árunum 1964 til 1980 og svo aftur frá 1985 til 1998 þar sem Norðurlönd sendu hvert um sig lið til leiks og kepptu í hlusta á og þekkja klassíska tónlist. Ríkarður Örn keppti fyrir Íslands hönd á árunum 1990 til 1994 ásamt þeim Gylfa Baldurssyni og Valdimari Pálssyni. Á Facebook-síðu sinni minnist Egill Ólafsson félaga síns og ræðir hans meðal annars „margslungnu kímnigáfu“ Ríkarðs: „Fyrir nú utan hans sérstæðu og oft á tíðum margslungnu kímnigáfu - hafði Ríkarður aðrar gáfur sem í fyrstu voru flestum e.t.v. ekki ljósar, en urðu fáeinum vinum hans að skínandi bjartri hugljóman. Og þessi hugljóman var oftar en ekki sett í orð þá síðustu sólarhringa sem við vöktum við beðinn á meðan ljós þessa vinar bærðist og þar til hann kvaddi,“ segir Egill. Fjölmiðlamaðurinn Vernharður Linnet minnist sömuleiðis vinar síns. „Góð stund með Rikka var gulli betri og íslenskan hans tær og falleg, þó stundum væri hún skreytt í anda barokksins, en traust og voldug einsog tónlist hans uppáhaldatónskálds, Jóhanns Sebastíans.“ Menning Tónlist Andlát Fjölmiðlar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir „Aumingjaleg“ lækkun Seðlabankans Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Sjá meira
Egill Ólafsson, söngvari og vinur Ríkarðs Arnar til margra áratuga, greinir frá andlátinu á Facebook-síðu sinni. Ríkarður fæddist á Íslandi árið 1946 en ólst upp í Danmörku. Hann sneri aftur til Íslands árið 1960 þar sem hann stundaði tónlistarnám. Hann stundaði svo tónvísindanám við Háskólann í Indiana í Bandaríkjunum. Á ferli sínum samdi Ríkarður Örn meðal annars tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús og starfaði hann einnig um árabil sem tónlistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu. Íslendingar kannast líka margir við Ríkarð Örn úr samnorrænu þáttunum Kontrapunkti sem nutu mikilla vinsælda árunum 1964 til 1980 og svo aftur frá 1985 til 1998 þar sem Norðurlönd sendu hvert um sig lið til leiks og kepptu í hlusta á og þekkja klassíska tónlist. Ríkarður Örn keppti fyrir Íslands hönd á árunum 1990 til 1994 ásamt þeim Gylfa Baldurssyni og Valdimari Pálssyni. Á Facebook-síðu sinni minnist Egill Ólafsson félaga síns og ræðir hans meðal annars „margslungnu kímnigáfu“ Ríkarðs: „Fyrir nú utan hans sérstæðu og oft á tíðum margslungnu kímnigáfu - hafði Ríkarður aðrar gáfur sem í fyrstu voru flestum e.t.v. ekki ljósar, en urðu fáeinum vinum hans að skínandi bjartri hugljóman. Og þessi hugljóman var oftar en ekki sett í orð þá síðustu sólarhringa sem við vöktum við beðinn á meðan ljós þessa vinar bærðist og þar til hann kvaddi,“ segir Egill. Fjölmiðlamaðurinn Vernharður Linnet minnist sömuleiðis vinar síns. „Góð stund með Rikka var gulli betri og íslenskan hans tær og falleg, þó stundum væri hún skreytt í anda barokksins, en traust og voldug einsog tónlist hans uppáhaldatónskálds, Jóhanns Sebastíans.“
Menning Tónlist Andlát Fjölmiðlar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir „Aumingjaleg“ lækkun Seðlabankans Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Sjá meira