Innlent

Fella niður skóla­hald og herða heim­­sóknar­­reglur vegna út­breiðslu Co­vid

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá Dalabyggð.
Frá Dalabyggð. Vísir/Vilhelm

Skólahald í Auðarskóla í Dalabyggð hefur verið fellt niður út þessa viku og heimsóknarreglur á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni verið hertar, vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í sveitarfélaginu.

Sautján eru nú í einangrun og 117 í sóttkví í sveitarfélaginu, að því er fram kemur á vefsíðu þess. Þá hefur Héraðsbókasafn Dalasýslu verið lokað í dag og Sælingsdalslaug verður lokuð á morgun. Í gær voru fjórtán í einangrun með Covid-19 og því ljóst að staðfestum, virkum smitum hefur fjölgað um þrjú í dag.

Í tilkynningu á vef sveitarfélagsins eru íbúar hvattir til þess að „halda yfirvegun en fara að öllu með gát og sinna persónulegum sóttvörnum.“

Hér má nálgast tilkynningu Dalabyggðar í heild sinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.